Lög um vinnuvernd brotin á Alþingi

Fulltrúar Orkunnar okkar lögðu í morgun fram kæru hjá Vinnueftirlitinu vegna brota Alþingis gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í kærunni er bent á að nefnda- og þingfundir hafi staðið yfir nánast samfellt allan sólarhringinn um nokkra hríð. Kæran var líka lögð fram hjá lögreglu.

Haraldur Ólafsson og Birgir Örn Steingrímsson, talsmenn Orkunnar okkar, ásamt Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, forstjóra Vinnueftirlitsins við afhendingu kærunnar

„Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frítdaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11. klst. hvíldartími er órafjarri frá því að vera virtur.“

Segir í kærunni, auk þess sem bent er á mikilvægi þess að alþingismenn geti haldið einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. „Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta [svo] og [allur] almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.“

„Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þrufi bara að fylgja þegar hentar.

Farið er fram á það í kærunni að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.

Vill að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á sæ­streng

Breski fjár­fest­ir­inn Edi Tru­ell, sem fer fyr­ir fyr­ir­tæk­inu Atlantic Superconn­ecti­on, vill að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem geri Bret­um kleift að sækja raf­orku til Íslands í gegn­um sæ­streng. Fjallað er um málið á vef The Times í dag.  Þar seg­ir að Tru­ell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bret­lands, en Tru­ell seg­ir að öll fjár­mögn­un liggi fyr­ir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórn­valda.  Greint hef­ur verið frá því, að Atlantic Superconn­ecti­on Corporati­on sé heiti á fé­lagi breskra fjár­festa sem miði að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra lang­an sæ­streng til Íslands.

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 27. maí 2019

Áskorun útifundar á Austurvelli

Orkan okkar og Gulvestungar stóðu fyrir útifundi á Austurvelli í dag. Fundurinn stóð frá klukkan tvö til þrjú. Frummælendur á fundinum voru: Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Vigdís Haukdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.

Talið fra´vinstri: Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Haraldur Ólafsson

Bæði frummælendur á fundinum og fundargestir eru alfarið á móti því að 3. orkupakki ESB verði innleiddur í íslensk lög. Lágmarkskrafan er að afgreiðslu hans verði frestað fram til næsta haust. Í lok fundarins var eftirfarandi áskorun til Alþingis lesin upp fyrir fundinn og hún samþykkt:  

Útifundur á Austurvelli beinir því til Alþingis að virða lög um hvíldartíma og skorar á Alþingi að taka orkupakka af dagskrá svo unnt verði að vinna málið betur eða fella það endanlega niður.

Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?

Viðar Garðarsson
Markaðsstjóri, markaðsráðgjafi og stjórnendaþjálfari

Viðar Garðarsson:
“Tenging sæstrengs virkjar jú öll ákvæði þriðja orkupakkans og þeirra pakka sem á eftir koma. Þá dynur á þjóðinni það framsal fullveldis sem innbyggt er í þennan reglubálk. ACER og National regulator (landsreglarinn) sem báðir lúta valdi framkvæmdastjórnar ESB, þessir aðilar munu hafa lokaorð um hversu mikla orku má flytja út og á hvaða verði. Þjóðin mun þurfa að sætta sig við að þrátt fyrir miklar auðlindir landsins mun Evrópusambandið ákvarða orkuverð það sem þjóðinni er boðið til notkunar hér innanlands. 
Mikill hluti þeirrar framleiðslu og nýsköpunar sem er í landinu mun færa sig nær mörkuðum, á eftir framleiðslunni og tækifærunum fer fjármagnið og síðan unga fólkið.

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Mun forseti Íslands skrifa upp á óútfylltan víxil?

Frosti Sigurjónsson
rekstrarhagfræðingur og f.v. þingmaður

Frosti Sigurjónsson:
“Verði ekkert gert til að draga úr þeirri áhættu sem hér gæti skapast, hlýtur forsetinn að skoða málið mjög rækilega áður en hann skrifar undir. Að öðrum kosti væri hann að samþykkja óútfylltan víxil á þjóðina, þar sem fjárhæðirnar gætu hlaupið á tugum milljarða.”

” Til að útiloka tjón þurfa þingmenn að vísa orkupakkanum aftur til utanríkismálanefndar. Breyta þarf þingsályktuninni á þann veg að ríkisstjórninni verði aðeins heimilt að samþykkja þriðja orkupakkann inn í EES-samningin eftir að sameiginlega EES-nefndin hefur fundað og veitt Íslandi skýra undanþágu frá innleiðingu pakkans í landsrétt. Slík undanþága ætti að vera auðsótt ef marka má yfirlýsingar EFTA og ESB um að pakkinn hafi afar takmarkaða þýðingu hér á landi. Sameiginlega EES-nefndin fundar reglulega og gæti því leyst málið á skömmum tíma. “

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Stefnulaust Ísland lögtekur orkustefni ESB

Eyjólfur Ármannsson lögmaður

Eyjólfur Ármannsson:
“Alþingi ætlar samtímis að samþykkja þriðja orkupakkann og skuldbinda Ísland að þjóðarétti til að innleiða í landsrétt áfanga í orkustefnu ESB og að setja málsgrein inn í „stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku“ sem gengur gegn orkustefnu ESB. Ekki er bæði samtímis hægt að innleiða áfanga í orkustefnu ESB og ákveða stefnu sem gengur gegn henni.”

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Traust til Alþingis hefur aldrei verið minna

Sigurður Oddsson verkfræðingur

Sigurður Oddsson:
“Samþykkjum við þriðja pakkann fer orkan úr landi til uppbyggingar fyrirtækja sem við vildum gjarnan fá til okkar. Virðisauki framleiðslunnar verður á meginlandinu og ekki hjá okkur.”

” Þeir sem hafna þriðja orkupakkanum eru þeirrar skoðunar að með samþykki hans afsölum við okkur yfirráðum á orkuauðlindinni án þess að fá nokkuð í staðinn. Í dag getum við t.d. óskað eftir tilboðum í græna orku gegn því að kaupandi reisi verksmiðjuna hér á landi og sett sem skilyrði að taka hvaða tilboði sem er og að 1) umhverfisvernd og 2) verðið fyrir orkuna hafi mest vægi. Við getum óskað eftir tilboði hvaðan sem er í heiminum og ekki bara frá ESB-löndum, eins og verður með samþykki pakkans. “

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

RÚV ógnar skoðanafrelsi!

Sigurður Þórðarson

Sigurður Þórðarson
”Í Silfri Egils sl. sunnudag, sem Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði, var gerð hörð atlaga að skoðanafrelsi almennings á orkupakka Evrópusambandsins númer 3. Þessi stjórnandi þáttarins tilheyrir þeim örlitla minnihluta (8%) sem kýs að kalla pakkann yfir þjóðina.”

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Orkupakki ESB er eins og spenntur dýrabogi

Baldur Ágústsson

Baldur Ágústsson:
“Pantaður eftirlaunadómari frá ESB var fenginn til að skrifa skýrslu um stöðu okkar gagnvart ESB. Hann var síðan fenginn til landsins til að segja okkur að ef við ekki segðum já, þá myndi ESB hugsanlega refsa okkur; takmarka réttindi okkar í EES og sýna hörku, m.a. vegna þess að ESB vantar orku þar höfum við það!”

Nánar í Mbl þ. 16. maí 2019