Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB

Kári Stefánsson alt mulig mand

Kári Stefánsson:
“Íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum. Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi.”

Lesa áfram “Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB”

Er framsókn að bakka í orkupakkamálinu?

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og afturhald.

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins

„Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing 3 orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embættismenn þar sem hagsmunir heildarinnar ættu að vera að leiðarljósi.”
“Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kringum það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni.

Lesa áfram “Er framsókn að bakka í orkupakkamálinu?”

Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu

Guðni Ágústsson f.v. ráðherra

Guðni Ágústsson:
” Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og al­menn­ing­ur er dóm­h­arður í garð stjórn­mála­manna og kröfu­h­arður einnig um dreng­lyndi. Það er galið að gengið sé á gef­in lof­orð og stefnu­mark­andi álykt­an­ir flokks­fé­lag­anna. Svo kem­ur þriðji orkupakk­inn eins og „upp­vakn­ing­ur” sem send­ur er rík­is­stjórn­inni og flokk­um henn­ar til höfuðs. Eng­inn taldi að ógn stafaði af hon­um því leitað yrði und­anþágu þar sem æðstu stofn­an­ir bæði Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks­ins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn inn­leiðingu hans og for­menn flokk­anna og marg­ir þing­menn og ráðherr­ar flokk­anna talað með þeim hætti að inn­leiðing væri ekki á dag­skrá.”

Lesa áfram “Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu”

Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.

Geir Waage

Geir Waage:
“Samþykkt þriðja orkupakk­ans skerðir full­veldi þjóðar­inn­ar. Eng­inn mun­ur er á að veita út­lend­ing­um vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að und­ir­gang­ast vald þeirra yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar. Þar er eng­inn eðlis­mun­ur á.”

Lesa áfram “Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.”

Viltu aðstoða okkur við dreifingu?

Nú þegar um hálfur mánuður er fram að þingstubbnum, þar sem gert er ráð fyrir að 3. orkupakkinn verði afgreiddur, blæs Orkan okkar til víðtækari kynninga á þeim margvíslegu rökum sem mæla gegn áframhaldandi innleiðingu orkulaggjafar ESB.

Heilsíðuauglýsingin í Mogganum í dag

Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum, sem samtökin hafa tekið saman, fyrir því að hafna pakkanum. Á morgun er von á dreifildi úr prentum þar sem sömu ástæður eru taldar.

Okkur vantar fólk til að aðstoða okkur við dreifinguna. Ef þú vilt aðstoða okkur þá er búið að stofna hóp á Facebook. Þeir sem eru tilbúnir til að dreifa eru hvattir til að smella á þessa krækju og sækja um inngöngu í hópinn. Þeir sem eru ekki á Facebook geta sent okkur póst á orkanokkar@gmail.com

Eins má minna á plakötin en það eru enn þá 250 eintök af þeim eftir (lesa meira um þau hér). Svo minnum við á límmiða í bíla fyrir þá sem vilja styrkja okkur í viðspyrnunni gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB (lesa meira um þá hér).