Sérfræðiskýrsla Orkunnar okkar afhent þingmönnum

Elinóra Inga Sigurðardóttir formaður Orkunnar okkar afhendir Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta Alþingis sérfræðiskýrsluna

Elinóra Inga Sigurðardóttir formaður samtakanna Orkunnar okkar afhenti í dag öllum alþingisþingmönnum sérfræðiskýrslu samtakanna:
„Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands.

Komið er að ögurstund í fullveldissögu Íslands hvað varðar stjórn á orkumálum landsins því þ. 2. september n.k. munu alþingismenn greiða atkvæði um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Samtökin Orkan okkar létu nýlega gera sérfræðiskýrlsla um málið og var hún kynnt á opnum blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 16. ágúst s.l. Heildarniðurstaða skýrsluhöfunda er að upptaka 3. orkupakka ESB  „í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Skýrsluhöfundar leggja „til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.“
Höfundarnir minna á mikilvægi þess að málið verði rækilega kynnt almenningi og í því skyni hefur skýrslan verið gerð aðgengileg öllum. Skýrslan var formlega afhent öllum alþingismönnum í dag en henni hafði áður verið dreift til þeirra á rafrænu formi.

Ritstjórar skýrslunnar eru: Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson en Erlendur Borgþórsson er umsjónarmaður útgáfunnar.

Úgefendur og ábyrgðarmenn verksins er Orkan Okkar.

Slóð á skýrsluna á rafrænu formi

Um er að ræða yfirgripsmikið verk upp á 82 blaðsíður. Það hefst á ágripi upp á rúmar 9 blaðsíður þar sem helstu atriði hvers kafla eru dregin saman.
Kaflarnir eru alls 11 og er 9. kaflinn fyrirferðarmestur en hann fjallar um lagaleg atriði varðandi orkupakkann.

Aðrir kaflar fjalla um:

  • eðli orkulinda
  • orkustefnu ESB
  • orkupakka 4 og afleiðingar hans
  • orkulindir Íslands
  • viðskipti um sæstreng og íslenska raforkukerfið
  • stýringu íslenska orkukerfisins og orkuöryggi
  • efnahagsleg áhrif orkupakka 3
  • raforkufyrirtæki, náttúruauðlindir og orkustefnu ESB

Aðalhöfundar efnis eru eftirtaldir:
Bjarni Jónsson, verkfræðingur
Elías B. Elíasson, verkfræðingur
Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra
Ragnar Árnason, prófessor
Stefán Arnórsson, prófessor
Sigurbjörn Svavarsson, framkvæmdastjóri
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri

Deila þessu: