Plaköt til dreifingar

Orkan okkar hefur látið prenta plakat með 5 mikilvægustu ástæðunum til að hafna 3. orkupakka ESB. Plakötin eru af stærðinni A3 og eru ætluð til upphengingar á fjölförnum stöðum eins og matvörubúðum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum, fjölbýlishúsum og víðar þar sem leyfi fæst fyrir upphengingunni.

Plakatið bíður þess eins að vera dreif sem víðast

Skoðasystkin okkar eru hvött til að taka þátt í dreifingunni. Þeir sem vilja leggja okkur lið í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband í síma: 849 77 16 eða senda okkur skilaboð í gegnum læksíðuna Orkan okkar á Facebook. Það er líka hægt að senda póst á orkanokkar@gmail.com

Ástæðurnar sem eru á plakatinu voru fundnar út með því að leggja fyrir könnun með 11 atriðum. Þátttakendur eru andstæðingar orkupakkans. Það má nálgast þessa könnun með því að smella hér. Ef einhver vill prenta plakatið út sjálfur þá er það aðgengilegt með því að smella á annaðhvort krækjuna eða niðurhalshnappinn hér fyrir neðan.

Deila þessu:

Markaðssetning orkupakkans

Dmitri Antonov

Dmitri Antonov:
“Það hefur verið áberandi í umræðunniað þeir sem standa á móti orkupakkanum séu ásakaðir um rangfærslur og áróður. Þó stóð Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sjálfur í ræðustól á Alþingi á föstudaginn og vændi stjórnmálaflokk í Noregi, ásamt samtökum þar ytra, um að standa í miklum áróðri gegn orkupakkanum. Í kjölfarið líður ekki helgin áður en svar berst frá Norðmönnunum þar sem þessum ásökunum er hafnað og bent er á að vitað sé til þess að ríkisstjórn Noregs hafi beitt ríkisstjórn Íslands mikilli pressu að samþykkja orkupakkann.
Var það þá Guðlaugur sjálfur sem tók við áróðri að utan og reyndi að spegla það yfir á andstæðinga orkupakkans? Erfitt að segja, en það lítur þó út fyrir það.”

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 28. maí 2019

Deila þessu:

Hrægammar markaðsaflana sveima yfir orkuauðlindum þjóðarinnar

Vilhjálbur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Vilhjálmur Birgisson á 1. maí 2019:
“Raf­orka á að vera á for­ræði og í eigu þjóðarinnar og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði.  Raf­magn er und­ir­staða til­veru okk­ar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mik­il til að markaðsöflin fái að véla með hana, enda hef­ur markaðsvæðing grunnstoða yf­ir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.
Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu  gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll allt of vel!
Það er for­senda fyr­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auðlind­um sé í sam­fé­lags­legri eigu og að við njót­um öll arðs af nýt­ingu auðlind­anna og get­um ráðstafað okk­ar orku sjálf til upp­bygg­ing­ar at­vinnu hér á landi.

Nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness

Deila þessu:

Hvað með eignarrétt á auðlindum?

Haraldur Ólafsson

Haraldur Ólafsson:
“Það er til lítils að eiga auðlind ef frelsið til að selja eða nýta afurðina er takmarkað.  Vald Evrópusambandsins er töluvert og sívaxandi í málum sem lúta að dreifingu og sölu raforku. Það eykst verulega með þriðja orkulagabálknum og mun án efa aukast með orkulagabálkum sem á eftir koma.  Einlægur vilji Evrópusambandins til að stjórna orkumálum innan Evrópusambandsins og EES er ekki feimnismál, nema kannski á Íslandi. “

Nánar á vefsíðu Stundin þ. 29. apríl 2019

Deila þessu:

Það á að fela þjóðinni sjálfri hið endanlega úrskurðarvald, sem enginn getur deilt um.

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri um 3. orkupakka ESB:
“Í kjölfarið á Sjálfstæðisflokkurinn að efna til atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima sinna, sem teljast vera nokkrir tugir þúsunda, um málið og komast þannig að lýðræðislegri niðurstöðu. Þetta er uppbyggilegri meðferð máls sem ágreiningur er um en að segja pólitíska samherja vera „einangrunarsinna“. Varla getur forystusveit Sjálfstæðisflokksins verið andvíg slíkri málsmeðferð – eða hvað? En þetta mál snýst ekki bara um Sjálfstæðisflokkinn og skoðanir manna þar heldur snýr það að þjóðinni allri .”

Nánar í Mbl þ. 27. apríl 2019

Deila þessu:

Það er sannarlega kominn tími til að Íslendingar sæki fram í stað þess að hörfa!

Tómas Ingi Olrich

Tómas Ingi Olrich f.v. ráðherra:
“Það er mikill barnaskapur að ímynda sér að íslensk stjórnvöld hafi fullt forræði á tengingu landsins við orkumarkað ESB/EES ef þess er hvergi getið í formlegum undanþágum og einungis vitnað í pólitískar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands og framkvæmdastjóra orkumála innan framkvæmdastjórnar ESB.
Yfirlýsingar þessara embættismanna eru ekki á nokkurn hátt lagalega skuldbindandi. Ekki er rétt að útiloka þann möguleika að innan ríkisstjórnar Íslands séu þegar að verða til áætlanir um að tengjast orkumarkaði ESB/EES með sæstreng.”

Nánar í Mbl. þ. 27. apríl 2019

Deila þessu:

Höfnun Alþingis á 3. orkupakka ESB hefur engin áhrif á EES-samninginn

Jón Baldvin Hannibalsson f.v. ráðherra

Jón Baldvin Hannibalsson:
„Hins veg­ar verða að telj­ast veru­leg­ar lík­ur á því, að ótíma­bær lög­leiðing orkupakka 3 og ófyr­ir­séðar og óhag­stæðar af­leiðing­ar, önd­verðar ís­lensk­um þjóðar­hags­mun­um, muni grafa und­an trausti á og efla and­stöðu með þjóðinni við EES-samn­ing­inn, eins og reynsl­an sýn­ir frá Nor­egi. Þegar af þeirri ástæðu er óráðlegt að flana að fyr­ir­hugaðri lög­gjöf nú,“

Nánar á vefsíðu Mbl. 25. apríl 2019

Deila þessu:

Vegvísar og heilög vé

Ómar Ragnarsson

Ómar Ragnarsson skrifar:
“Hér á landi má sjá vegvísa fyrir vegferð okkar í orkumálum, sem hafa birst á síðustu fimm árum og vísa allir í sömu átt og þekktur erlendur blaðamaður með umhverfismál sem sérgrein orðaði við mig í forspá í Íslandsheimsókn um síðustu aldamót. Hann sagði við mig: „Eftir viðtöl mín við helstu áhrifamenn Íslands er niðurstaða mín sú að þið Íslendingar munið ekki linna látum fyrr en þið hafið virkjað allt vatnsafl og jarðvarmaafl landsins, hvern einasta læk og hvern einasta hver.“ Ég hrökk við, en vegvísarnir, sem birst hafa síðan, vísa of margir í sömu átt og þessi forspá til þess að hægt sé að yppta öxlum.”

Nánar í Fréttablaðinu þ. 25. apríl 2019

Deila þessu:

3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan

Grétar Mar Jónsson

Grétar Mar Jónsson:
“Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðar- innar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða.”

Nánar í Fréttablaðinu þ. 25. apríl 2019

Deila þessu:

Flokkur fólksins segir NEI

Inga Sæland

Inga Sæland skrifar:
“Það er líka fráleitt að vera að réttlæta þessa innleiðingu þriðja orkupakkans með því að bera fyrir sig aukna neytendavernd. Ég bara spyr: „Vernda okkur fyrir hverju?“ Við búum við eitt öruggasta og ódýrasta raforkukerfi í heimi. Hverra hagsmuna ganga stjórnvöld sem vilja skáka þessum forréttindum íslenskra neytenda? Það er jú ekki margt sem íslenskur almenningur getur glaðst yfir að sé hagstæðara í varðlagningu hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Við búum við verðtryggingu, okurvexti, himinhátt verð á húsnæðismarkaði ásamt okurverði á flestallri nauðsynjavöru. Eitt er þó víst, að raforkan stendur upp úr sem ein verðmætasta auðlind okkar og hana ber að vernda með öllum ráðum til allrar framtíðar.”

Nánar í Mbl þ. 24. apríl 2019

Deila þessu: