Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra vill undanþágu

Sigurður Ingi Jóhannsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Víglínunnar á Stöð2 þann 24. nóvember 2018. Sigurður Ingi svaraði meðal annars spurningum um nýlega ályktun Framsóknarflokksins gegn orkupakkanum. Sigurður Ingi sagðist meðal annars taka undir það sjónarmið Jóns Baldvins Hannibalssonar f.v. ráðherra að ekki væri ástæða til að Ísland ætti taka upp regluverk ESB í orkumálum þegar landið er ótengt orkumarkaði ESB. Sigurður taldi skynsamlegt að Ísland fengi undanþágu frá orkupakkanum og orkupökkum framtíðarinnar og sagðist ekki hafa áhyggjur af EES samningnum af þeim sökum.

Deila þessu:

Silfrið: Þingmenn tókust á um orkupakkann

Rósa Björk og Sigmundur Davíð

Rætt var um þriðja orkupakkann í Silfrinu 18. nóvember 2018. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar voru gestir þáttarins.  Hér má horfa á þáttinn og hér er frétt ruv.is um þáttinn.

Deila þessu:

Kastljósið fjallar um orkupakkann

Kastljós RÚV fjallaði um orkupakkann 13. nóvember 2018. Viðmælendur voru Guðni Jóhannesson orkumálastjóri sem sagði m.a. að orkupakkinn myndi ekki hafa áhrif á orkusölu hérlendis. Frosti Sigurjónsson f.v. þingmaður var spurður og svaraði í stuttu innleggi hvers vegna hann væri mótfallinn innleiðingu orkupakkans. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins sagði að ekki væri hægt að halda endalaust áfram með valdframsal. Höfnun hans myndi ekki marka endalok EES samningis. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingar vísaði til stöðu Norðmanna og hægt væri að standa með þeim. Sjá frétt rúv.is

Deila þessu:

Ráðstefna í London um sæstreng til Íslands

Charles Hendry flytur erindi sitt

Raforkustrengur milli Íslands og Bretlands var helsta umfjöllunarefni ráðstefnu Bresk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór 1. nóvember 2013 í London. Breski þingmaðurinn og fyrrum orkumálaráðherra, Charles Hendry sagðist sannfærður um að í Bretlandi væri pólitískur vilji til að skoða málið í þaula. Paul Johnson forstöðumarður þróunar hjá National Grid sagði Bretland þurfa að skoða fleiri sæstrengi til að efla orkuöryggi og hlut endurnýjanlegrar orku. Hann taldi National Grid hafa trú á sæstreng til Íslands, að það væri tæknilega framkvæmanlegt og ætti að geta reynst hagkvæmt. Sjá umfjöllun á vef Samorku og gögn ráðstefnunnar á vef Bresk Íslenska verslunarráðsins. Hér má sjá upptökur af erindum fyrirlesaranna. 

Deila þessu: