Skorað á forseta Íslands

Ágæti forseti Íslands, ekki staðfesta upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn nema annað tveggja komi til:
      a) sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi undanþágu frá innleiðingu eða
      b) þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldbindingar orkupakkans.

ATH: Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hefur gert kunnugt að hann sé búinn að staðfesta þriðja orkupakkann inn í EES samninginn og þau frumvörp sem af honum leiða. Sjá yfirlýsingu forsetans.

Orkan okkar átti fund með forseta Íslands 28. ágúst 2019 og afhenti honum þá bréf með áskorun og rökstuðningi fyrir því að hann léti málið til sín taka.

Mánudaginn 2. september greiddu þingmenn atkvæði og veittu ríkisstjórn umboð sitt til að staðfesta þriðja orkupakkann.

Forseti Íslands staðfesti orkupakkann í dag 6. september.

Á þeim fjórum dögum sem áskorunin stóð höfðu 6.246 einstaklingar tekið þátt. Við þökkum þeim fyrir stuðninginn og öllum sem komu að verkefninu.

Orkan okkar harmar að ríkisstjórn, Alþingi og forseti Íslands hafi brugðist í málinu. Baráttan fyrir forræði Íslands í orkumálum heldur því áfram.

Deila þessu: