5.000 undirskriftir á tveimur sólarhringum

Orkupakkinn var samþykktur á Alþingi síðastliðinn mánudag. Í framhaldinu hleypti Orkan okkar af stað áskorun á forseta Íslands (smelltu á krækjuna til að fara beint í áskorunina) um að staðfesta ekki upptöku 3. orkupakkans inn í EES-samninginn nema að uppfylltu öðru hvoru eftirtalinna atriða:

  1. að sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi undanþágu frá innleiðingu orkupakkans.
  2. að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldibindingar orkupakkans.
5.000 hafa þegar skorað á forsetann

Áskorunin byggir á 21. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að forseti lýðveldisins geri samninga við önnur ríki (sjá nr 33/1944). Auk þess má benda á eftirfarandi í grein Ólafs Ísleifssonar frá 25. júlí sl:

Aðferðum við að taka Evr­ópu­regl­ur í inn­lend­an rétt er lýst í grein í Tíma­riti lög­fræðinga 2016 und­ir fyr­ir­sögn­inni Upp­taka af­leiddr­ar lög­gjaf­ar í EES-samn­ing­inn – Hvað er unnt að gera bet­ur?

Í grein­inni sem er hluti af doktor­s­verk­efni höf­und­ar, Mar­grét­ar Ein­ars­dótt­ur, dós­ents í lög­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, kem­ur fram að þegar Alþingi hef­ur með þings­álykt­un veitt samþykki sitt fyr­ir ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar að til­tekn­ar Evr­ópu­regl­ur hljóti laga­gildi séu staðfest­ingar­skjöl send til for­seta með beiðni um staðfest­ingu. Sam­starfsþjóðum í EFTA er ekki til­kynnt um samþykki Alþing­is fyrr en samþykki for­seta ligg­ur fyr­ir (bls. 19). [feitletrunin er okkar]

Á tveimur sólarhringum hafa 5.000 skrifað undir ofangreinda áskorun okkar. Athygli er vakin á því að þar sem um nýja áskorun er að ræða þarf að skrifa sérstaklega undir hana. Fyrri áskorunin var á þingmenn en ekki forsetann.

Deila þessu:

Heimssýn skorar á forsætisráðherra

Áskorun til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis

Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum

Skynsamleg nýting náttúruauðlinda er forsenda farsæls samfélags á Íslandi og því er mikilvægt að þar ráði hagsmunir íslensks samfélags för og hafi ávallt forgang fram yfir hagsmuni erlendra ríkja.  Reynslan sýnir að það getur reynst smáþjóðum afdrifaríkt að tapa valdi til erlendra stórríkja og að það getur tekið aldir að ná því aftur.   

Fyrir liggja frumvörp og drög að þingsályktun sem færa valdheimildir í orkumálum á Íslandi til erlends ríkjasambands.  Í ljósi þess að hér er um veigamikið mál að ræða, sem ekki er auðveldlega afturkræft, skorum við á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, ríkisstjórn Íslands og þingmenn Alþingis að leita álits þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Deila þessu:

Sérfræðiskýrsla Orkunnar okkar afhent þingmönnum

Elinóra Inga Sigurðardóttir formaður Orkunnar okkar afhendir Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta Alþingis sérfræðiskýrsluna

Elinóra Inga Sigurðardóttir formaður samtakanna Orkunnar okkar afhenti í dag öllum alþingisþingmönnum sérfræðiskýrslu samtakanna:
„Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands.

Komið er að ögurstund í fullveldissögu Íslands hvað varðar stjórn á orkumálum landsins því þ. 2. september n.k. munu alþingismenn greiða atkvæði um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Samtökin Orkan okkar létu nýlega gera sérfræðiskýrlsla um málið og var hún kynnt á opnum blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 16. ágúst s.l. Heildarniðurstaða skýrsluhöfunda er að upptaka 3. orkupakka ESB  „í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Skýrsluhöfundar leggja „til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.“
Höfundarnir minna á mikilvægi þess að málið verði rækilega kynnt almenningi og í því skyni hefur skýrslan verið gerð aðgengileg öllum. Skýrslan var formlega afhent öllum alþingismönnum í dag en henni hafði áður verið dreift til þeirra á rafrænu formi.

Lesa áfram „Sérfræðiskýrsla Orkunnar okkar afhent þingmönnum“
Deila þessu:

Skorað á forsetann

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannsson, ásamt fulltrúum Orkunnar okkar. Talið frá vinstri: Elinóra Inga Sigurðardóttir, Ögmundur Jónasson, Frosti Sigurjónsson og Styrmir Gunnarsson

Fulltrúar Orkunnar okkar funduðu með forseta Íslands í morgun um þriðja orkupakkann. Á fundinum var forsetanum afhent áskorun þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn nema sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi undanþágu frá innleiðingu eða þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldbindingar orkupakkans.       

Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskorunninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt nýlegri gögnum. Um er að ræða skýrslu samtakanna um  áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB og minnisblöð Anars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, og Tómasara Jónssonar, hrl.  

Lesa áfram „Skorað á forsetann“
Deila þessu: