Segja höfnun lögfræðilega rétta

Frá fundi Utanríkismálanefndar Alþingis

Vafi leik­ur á um hvort þriðji orkupakk­inn sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá vegna vald­framsals til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA). Þeirri leið sem ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur valið varðandi inn­leiðingu pakk­ans er hins veg­ar ætlað að úti­loka stjórn­skip­un­ar­vand­ann að svo stöddu.
Þetta sögðu þeir Friðrik Árni Friðriks­son Hirst lands­rétt­ar­lögmaður og Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, þegar þeir komu fyr­ir fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær. Þar gerðu þeir grein fyr­ir álits­gerð sinni um þriðja orkupakk­ann sem þeir unnu að beiðni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Nánar á vefsíðu Mbl 7. maí 2019

Deila þessu:

ASÍ leggst gegn orkupakkanum: „Feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna“

Drífa Snædal

Drífa Snædal forseti ASÍ um 3. orkupakka ESB:
„Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði,“ segir í umsögninni sem birtist á vef Alþingis í dag og er undirrituð af Drífu Snædal, forseta ASÍ.

„Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.“

Nánar á vefsíðu Stundarinnar þ. 29. apríl 2019

Deila þessu:

Að þröngva orkupakkanum upp á þjóðina í trássi við þjóðarviljann

Jón Baldvin Hannibalsson f.v. ráðherra:

Jón Baldvin Hannibalsson

Það er of seint að birgja brunninn, þegar barnið er dottið ofaní. Málið telst því vanreifað af hálfu stjórnvalda. Þess vegna ber löggjafanum að hafna fyrirhugaðri lögfestingu nú. Í staðinn ætti löggjafinn að gera þá kröfu til stjórnvalda, að hin „margvíslegu áhrif” laganna verði rækilega greind út frá íslenskum þjóðarhagsmunum, og hagsmunum neytenda sérstaklega, nú þegar.
Slík þjóðhagsleg greining þarf að liggja fyrir, áður en unnt er að mæla með
tengingu við hinn sameiginlega orkumarkað Evrópu.

Úr umsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. utanríkisráðherra, við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um innleiðingu svonefnds þriðja orkupakka Evrópusambandsins, en utanríkismálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn frá honum.

Nánar á vefsíðu Viljans

Deila þessu:

Orkan okkar: Rök á móti sæstreng

Samtökin Orkan okkar hafa sett fram rök sem mæla gegn afsali á völdum þjóðarinnar í orkumálum. Þessi rök er öll að finna á vefsíðu samtakanna. Smelltu á hlekkinn til að kynna þér þau. Hér verða eingöngu talin rökin sem mæla gegn lagningu sæstreng undir orkulagabálki ESB. Það er rétt að taka það fram að hvorki númerin né röðin er sú sama og á vefsíðunni. Í einstaka tilfellum hefur orðalagið líka verið einfaldað.

Deila þessu:

Hvað þýðir höfnun stjórnskipulegs fyrirvara?

Dóra Sif Tynes

Dóra Sif Tynes skrifar í Kjarnanum:

“Kjósi Alþingi að hafna því að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara á ákvörðun sam­eig­in­legu EES nefnd­ar­innar er ekki staðan sú að menn ein­fald­lega setj­ist niður í sam­eig­in­legu EES nefnd­inni og semji aft­ur. Sam­kvæmt 103. gr. EES-­samn­ings­ins leiðir höfnun á því að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara til þess að fram­kvæmd við­kom­andi hluta EES samn­ings­ins er frestað til bráða­birgða nema sam­eig­in­lega EES-­nefndin ákveði ann­að. Síðan tekur við máls­með­ferð samn­ings­ins um lausn deilu­mála sem eftir atvikum getur falið í sér beit­ingu örygg­is­ráð­stafanna, þ.e. að hlutum samn­ings­ins sé kippt úr sam­bandi, að minnsta kosti tíma­bund­ið.”

Nánar á Kjarninn.is

Deila þessu:

Fjórði orkupakkinn á leiðinni

Á sama tíma og Íslendingar takast á um þriðja orkupakkann vinnur Evrópusambandið að því að innleiða fjórða orkupakkann. Í honum er markið sett á að uppfylla markmið Parísarasamkomulagsins í loftlagsmálum þar sem megináherslan verður lögð á að auka græna orku og orkunýtingu og að draga markvisst úr orkunotkun. Ekki liggur fyrir hvenær þessi nýi pakki verður innleiddur hér á landi.

Nánar á vef Ríkisútvarpsins

Deila þessu:

Vill ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann

Inga Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn — það sem í daglegu tali er nefnt þriðji orkupakkinn.

Í tillögunni felst að Alþingi álykti að heimild ríkisstjórnarinnar til að staðfesta ákvörðunina verði borin undir almenning í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá nánar á Viljinn.is

Deila þessu:

Sigmundur Davíð: „Almennt góð regla að opna ekki pakka sem tifar”

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

„Raunverulegi slagurinn er rétt að byrja. Það er langt síðan ríkisstjórnin boðaði innleiðingu þriðja orkupakkans og mánuðum saman hafa þau reynt að finna út úr því hvernig umbúðir væri hægt að setja utan um pakkann til að fá fólk til að taka við honum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, í samtali við Viljann þ. 11. apríl 2019.
„Ef þau trúa því raunverulega að það fáist fyrirvarar hefði tímanum verið betur varið í að senda pakkann aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar og fá fyrirvarana staðfesta þar.”

Nánar á Viljinn.is

Deila þessu: