25.000 dreifildi farin út!

Dreifingin á einblöðungi Orkunnar okkar, með 10 góðum ástæðum til að segja NEI við orkupakkanum, hefur gengið ótrúlega vel í Reykjavík. Það er líka byrjað að dreifa honum víðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.

Við sögðum frá því að síðastliðinn þriðjudag voru 12.000 eintök komin í dreifingu. Nú þremur dögum síðar eru þau orðin 25.000. Kassi með 5.000 dreifildum er kominn norður til Akureyrar og er áætlað að dreifingin á þeim fari af stað síðar í dag.

3000 þúsund dreifildi sem bíða þess að komast í dreifingu

Dreifildin hafa aðallega verið sett í póstlúgur en einnig á bíla. Þeir sem hafa borið dreifinguna uppi eru 27 sjálfboðaliðar. Í Reykjavík hefur munað miklu um hjón sem ákváðu að verja borgarferð sinni til að leggja samtökunum lið með dreifingu. Þau eru meðal annars búin að bera út í öll Holtin. Það er hægt að smella hér og skoða lifandi skjal með yfirliti yfir hvar er búið að bera út.

Okkur vantar fleiri sjálfboðaliða til að bera út í Reykjavík. Við lýsum líka eftir fleirum sem eru tilbúnir til að dreifa í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Akureyri. Það vantar reyndar sjálfboðaliða miklu víðar um landið.

Ef þú getur lagt okkur lið við dreifinguna þá getur þú sótt um að ganga í Facebook-hópinn Orkan okkar: orkuliðar. Það er auðvitað ekki skilyrði að vera á Facebook til að taka þátt. Í slíkum tilvikum er hægt að senda okkur póst á tölvupóstfangið: orkanokkar@gmail.com

Deila þessu:

Fundurinn í Reykjanesbæ

Fjórir fulltrúar Orkunnar okkar fluttu erindi um orkupakkann á opnum fundi sem Miðflokkurinn boðaði til og haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sömu fulltrúar verða með framsögu á fundinum sem haldinn verður á Selfossi nú í kvöld. Nánari upplýsingar um hann með að því að smella hér.

Fulltrúar Orkunnar okkar eru: Frosti Sigurjónsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Styrmir Gunnarsson og Ögmundur Jónasson

Hægt var að horfa á fundinn í beinni á Facebook. Þegar þetta er skrifað höfðu hátt í 3.000 manns horft á á upptökuna.

Posted by Miðflokkurinn on Miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Deila þessu:

Miðinn helmingi lægri út þessa viku

Ef að líkum lætur afgreiðir þingið orkupakkann eftir rétt tæpan hálfan mánuð. Af því tilefni efnum við til síðasta söfnunarátaks okkar. Ætlunin er að ráðstafa því sem safnast í auglýsingar í því skyni að koma málstað okkar til allra kjósenda.

Frá mánaðarmótum höfum við boðið þeim, sem styrkja okkur um 2.000,- krónur, eins konar kvittun fyrir styrknum í formi límmiða í bíla. Í tilefni þess að það er menningarnótt um næstu helgi höfum við ákveðið lækka þetta styrktarframlag um helming. Miðinn fæst gegn 1.000,- króna framlagi út þessa viku.

Þú getur slegið tvær flugur í einu höggi; vakið athygli á málstaðnum og styrkt samtökin í leðinni

Pantaðu miða á orkanokkar@gmail.com Ef þú býrð utan höfuðborgarsvæðisins skaltu láta fylgja nafn greiðanda og heimilisfang þannig að við getum póstsent miðann. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta sótt miðana á tvo staði í Reykjavík einnig er möguleiki á að fá miðann keyrðan út.

Rétt er að minna á reikningsupplýsingar okkar sem eru að finna undir: Styrktu starfið

Deila þessu:

12.000 dreifildi farin í dreifingu

Það eru margar ástæður til að segja nei við orkupakkanum sem stendur til að afgreiða nú um næstu mánaðamót á svokölluðum þingstubbi sem hefst þann 28. ágúst næst komandi. Síðastliðinn fimmtudag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum til að hafna pakkanum.

Dreifildi sem bíða dreifingar

Ástæðurnar 10 eru komnar á dreifildi sem var byrjað að dreifa um nýliðna helgi. Dreifingunni er haldið uppi af sjálfboðaliðum sem skipuleggja dreifinguna í sérstökum hópi orkuliða á Facebook. Hópurinn kallar sig Orkan okkar: Orkuliðið. Þeir sem hafa tíma og tækifæri til að leggja okkur lið er velkomið að sækja um inngöngu í hópinn og taka þátt í dreifingunni.

Nú þegar er búið að dreifa í kringum 7.000 dreifildum en alls 12.000 eru farin út til sjálfboðaliða sem munu annast dreifingu þeirra. Fram að þessu hefur dreifingin eingöngu verið bundin við höfuðborgarsvæðið en þrjár sendingar fóru á pósthúsið nú í morgun. Miðað við áfangastaðina er útlit fyrir að íbúar á Norðurlandi vestra séu mjög áhugasamir fyrir því að upplýsa nábúa sína um neikvæðar afleiðingar af innleiðingu orkulaggjafar ESB.

Smelltu hér til að skoða dreifildið

Deila þessu:

Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?

Óli Björn Kárason alþingismáður

Óli Björn Kára­son alþing­ismaður fékk í liðinni viku langt svar frá ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn í fjór­tán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vek­ur at­hygli, ekki síst vegna þess að svarið sár­vantaði.
Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-lönd­in komið að und­ir­bún­ingi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjón­ar­miðum hafa ís­lensk stjórn­völd komið þar á fram­færi? Hvaða meg­in­breyt­ing­ar kunna að verða á reglu­verki orku­markaðar­ins þegar og ef fjórði orkupakk­inn verður inn­leidd­ur?“

Lesa áfram „Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?“
Deila þessu: