12.000 dreifildi farin í dreifingu

Það eru margar ástæður til að segja nei við orkupakkanum sem stendur til að afgreiða nú um næstu mánaðamót á svokölluðum þingstubbi sem hefst þann 28. ágúst næst komandi. Síðastliðinn fimmtudag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum til að hafna pakkanum.

Dreifildi sem bíða dreifingar

Ástæðurnar 10 eru komnar á dreifildi sem var byrjað að dreifa um nýliðna helgi. Dreifingunni er haldið uppi af sjálfboðaliðum sem skipuleggja dreifinguna í sérstökum hópi orkuliða á Facebook. Hópurinn kallar sig Orkan okkar: Orkuliðið. Þeir sem hafa tíma og tækifæri til að leggja okkur lið er velkomið að sækja um inngöngu í hópinn og taka þátt í dreifingunni.

Nú þegar er búið að dreifa í kringum 7.000 dreifildum en alls 12.000 eru farin út til sjálfboðaliða sem munu annast dreifingu þeirra. Fram að þessu hefur dreifingin eingöngu verið bundin við höfuðborgarsvæðið en þrjár sendingar fóru á pósthúsið nú í morgun. Miðað við áfangastaðina er útlit fyrir að íbúar á Norðurlandi vestra séu mjög áhugasamir fyrir því að upplýsa nábúa sína um neikvæðar afleiðingar af innleiðingu orkulaggjafar ESB.

Smelltu hér til að skoða dreifildið

Deila þessu: