Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?

Óli Björn Kárason alþingismáður

Óli Björn Kára­son alþing­ismaður fékk í liðinni viku langt svar frá ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn í fjór­tán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vek­ur at­hygli, ekki síst vegna þess að svarið sár­vantaði.
Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-lönd­in komið að und­ir­bún­ingi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjón­ar­miðum hafa ís­lensk stjórn­völd komið þar á fram­færi? Hvaða meg­in­breyt­ing­ar kunna að verða á reglu­verki orku­markaðar­ins þegar og ef fjórði orkupakk­inn verður inn­leidd­ur?“

Utanríkisráðherra svaraði þessu ekki en rakti eitthvað um gerðir sem birtar hafa verið og aðrar sem ekki hafa verið samþykktar og birtar. Þá sagði hann íslensk stjórnvöld „fylgjast náið með þróun framangreindra mála“ og að náið samstarf sé við „norsk stjórnvöld þegar kemur að orkumálum almennt“ sem óhætt er að segja að sé ekki mjög gæfulegt, auk þess sem það svarar í engu því sem spurt var um.
Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir þingmenn sem nú hafa sett sig í stellingar að ana út í ógöngur þriðja orkupakkans þegar utanríkisráðherra getur engin svör gefið við því hvað komi í fjórða orkupakkanum. Ef við erum skyldug til að samþykkja þriðja pakkann – eins og sumir halda fram en við erum ekki – þá hljótum við með sama hætti að verða að kyngja þeim fjórða.

Vita alþingismenn Íslendinga hvaða skyldur fjórði orkupakki ESB leggur á Ísland?

Nánar í Mbl þ. 20. ágúst 2019

Deila þessu: