Það er hægt að leysa orkupakkahnútinn!

Frosti Sigurjónsson rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fv. þingmaður.

Frosti Sigurjónsson:
“ Alþingi hef­ur það í valdi sínu að bæta einu skil­yrði við orðalag þings­álykt­un­ar­inn­ar þannig að Alþingi heim­ili rík­is­stjórn að staðfesta ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um að þriðji orkupakk­inn verði hluti af EES-samn­ingn­um en aðeins að því skil­yrði upp­fylltu að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in hafi áður veitt Íslandi und­anþágu frá því að inn­leiða pakk­ann.“

Andstaða við þriðja orkupakk­ann er mik­il meðal lands­manna, ekki síst meðal kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna. Málið hef­ur verið mikið rætt en svo virðist sem umræðan á þingi og í sam­fé­lag­inu hafi ein­ung­is skilað vax­andi and­stöðu við orkupakk­ann.

Varla ætla stjórn­arþing­menn að berj­ast fyr­ir til­lögu sem flest­ir kjós­enda þeirra og einörðustu stuðnings­menn eru al­ger­lega and­víg­ir?

Betra væri að breyta til­lög­unni þannig að hún mæti ekki bara vilja Nor­egs, Liechten­stein og ESB til að taka þriðja orkupakk­ann inn í EES-samn­ing­inn held­ur einnig ósk­um meiri­hluta þjóðar­inn­ar um að Ísland verði und­anþegið orkupakk­an­um.

Nú­ver­andi þings­álykt­un um þriðja orkupakk­ann orðast svo:

„Alþingi álykt­ar að heim­ila rík­is­stjórn­inni að staðfesta fyr­ir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar nr. 93/​2017 frá 5. maí 2017 um breyt­ingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samn­ing­inn frá 2. maí 1992, og fella inn í samn­ing­inn eft­ir­far­andi gerðir:

Í fram­haldi þess­ar­ar máls­grein­ar kem­ur upp­taln­ing á gerðunum sem eru átta tals­ins. Eins og sjá má er álykt­un­in án nokk­urs fyr­ir­vara og það hef­ur valdið áhyggj­um. Verði hún samþykkt óbreytt fær rík­is­stjórn­in leyfi til að staðfesta um­rædda ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um að taka þriðja orkupakk­ann inn í EES-samn­ing­inn. Þá þarf bara und­ir­rit­un ut­an­rík­is­ráðherra og for­seta Íslands en að því loknu er Ísland orðið skuld­bundið að þjóðarrétti til að inn­leiða all­an þriðja orkupakk­ann í lands­lög – und­an­bragðalaust.

Áform stjórn­valda um að inn­leiða pakk­ann með ein­hliða fyr­ir­vör­um um að hingað komi ekki sæ­streng­ur eru án for­dæma og skapa laga­lega óvissu sem hags­munaaðilar gætu látið reyna á fyr­ir dómi. Ekki er hægt að segja fyr­ir­fram hvernig slík dóms­mál færu en bóta­kröf­ur á hend­ur rík­inu gætu numið millj­örðum. Lög­menn hafa skrifað grein­ar í Morg­un­blaðið til að benda á þessa hættu.

Alþingi hef­ur það í valdi sínu að bæta einu skil­yrði við orðalag þings­álykt­un­ar­inn­ar þannig að Alþingi heim­ili rík­is­stjórn að staðfesta ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um að þriðji orkupakk­inn verði hluti af EES-samn­ingn­um en aðeins að því skil­yrði upp­fylltu að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in hafi áður veitt Íslandi und­anþágu frá því að inn­leiða pakk­ann.

Til­lag­an gæti orðast svo eft­ir breyt­ingu:

„Alþingi álykt­ar að heim­ila rík­is­stjórn­inni að staðfesta fyr­ir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar nr. 93/​2017 frá 5. maí 2017 um breyt­ingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samn­ing­inn frá 2. maí 1992 með því skil­yrði að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in hafi áður staðfest að gerðir 2009/​72/​EB, 713/​2009, 714/​2009 og 543/​2013 taki ekki gildi á Íslandi. Að því skil­yrði upp­fylltu heim­il­ar Alþingi rík­is­stjórn­inni að fella inn í samn­ing­inn eft­ir­far­andi gerðir:“

Væri þannig breytt til­laga samþykkt af Alþingi væri rík­is­stjórn Íslands og sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni gef­inn kost­ur á að leysa vanda­málið á ásætt­an­leg­an hátt fyr­ir alla aðila án frek­ari aðkomu Alþing­is.

Í ljósi yf­ir­lýs­inga orku­málaráðherra EES og full­trúa EFTA-ríkj­anna um að orkupakk­inn hafi litla þýðingu á Íslandi er allt eins lík­legt að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in veiti Íslandi und­anþág­una. Þriðji orkupakk­inn tæki þá gildi á EES-svæðinu en Ísland væri und­anþegið inn­leiðingu hans. Fá­ist und­anþágan hins veg­ar ekki kæmi málið ein­fald­lega aft­ur til Alþing­is.

Nánar á mbl.is þ. 20. ágúst 2019

Deila þessu: