Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.

Utanríkismálanefnd Alþingis að störfum

Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en standa síðan í vegi fyrir því að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Tómas kom fyrir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær 19. ágúst 2019.

Lesa áfram „Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.“
Deila þessu:

Hafa þegar eytt um 1,5 milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ríkisstjórn Íslands hefur ítrekað neitað því að verið sé að undirbúa lagningu sæstrengs til Íslands þrátt fyrir að Ice-Link sæstrengur hafi verið á forgangslista ESB a.m.k. frá árinu 2017 með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda og þrátt fyrir að tvö almannafyrirtæki hér á landi starfi fyrir erlenda fjárfesta, sem þegar hafa eytt a.m.k. einum og hálfum milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands.
Athygli vekur að starfsmenn þessarra almannafyrirtækja tengjast með einum eða öðrum hætti Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins svo og Stein­grími J. Sig­fús­syni núv. for­seta Alþing­is og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Þetta og fleira kemur fram á fréttavef Mbl. þ. 18. maí 2019

Deila þessu:

Minnispunktar Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis

Frá fundi Utanríkismálanefndar Alþingis
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir Utanríkismálanefnd Alþingis þ. 16. ágúst 2019 þar sem hann lagði fram minnisblað um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Í minn­is­blaðinu er meðal ann­ars talað um að að skuld­bind­ing við að laga sig að reglu­verki ESB í orku­mál­um muni fela í sér „tak­mörk­un á full­veldi þjóðar­inn­ar í raf­orku­mál­um“. Hug­ar­far á þá leið að inn­leiða and­mæla­laust er­lend­ar regl­ur, að ját­ast und­ir „óbeislaða útþenslu setts rétt­ar“ í „vilja­lausri þjónk­un“, seg­ir Arn­ar að grafi und­an til­veru­rétti lög­gjaf­arþings Íslend­inga og lag­anna sjálfra.

Lesa áfram „Minnispunktar Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis“
Deila þessu:

Borgarafundur í Iðnó um orkumál

Lýðræðisflokkurinn, með Benedikt Lafleur í broddi fylkingar, stendur fyrir borgarafundi í Iðnó á morgun, sunnudaginn 18. ágúst. Fundurinn hefst klukkan 14:00.

Dagskrá fundarins er fjölbreytt en þar verða bæði tónlistaratriði og ljóðaflutningur ásamt hefðbundnum framsögum. Meðal þeirra sem stíga á svið eru Balz Roca, Aldís Schram, Una María Óskarsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Albert Svan Sigurðsson ásamt Benedikt sjálfum.

Fundurinn er auglýstur á síðu Lýðræðisflokksins (smella hér til að skoða auglýsinguna). Yfirskrift fundarins er: Er Íslend til sölu – er lýðræðið í hættu?

Dagskrá fundarins eins og hún birtist í heilsíðuauglýsingu í Mogganum í dag

Fundargestir fá dreifildi frá Orkunni okkar með 10 góðum ástæðum til að segja NEI við orkupakkanum. Fulltrúar frá Orkunni okkar heimsækja fundinn í fundarhléi og selja límmiða í bíla til styrktar samtökunum í viðspyrnunni gegn orkulöggjöf ESB.

Deila þessu:

Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út

Forsíða skýrslunnar

Gefin var út skýrsla í gær á vegum sérfræðinefndar Orkunnar okkar um „áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins“. Niðurstaða skýrslunnar er helst sú að Alþingi eigi að hafna upptöku þriðja orkupakkans þar sem innleiðing hans sé „skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Í skýrslunni kemur einnig fram að innleiðing þriðja orkupakkans verði til þess að óhjákvæmilega skapist þrýstingur á Íslendinga að leggja sæstreng.

Lesa áfram „Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út“
Deila þessu: