Hafa þegar eytt um 1,5 milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ríkisstjórn Íslands hefur ítrekað neitað því að verið sé að undirbúa lagningu sæstrengs til Íslands þrátt fyrir að Ice-Link sæstrengur hafi verið á forgangslista ESB a.m.k. frá árinu 2017 með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda og þrátt fyrir að tvö almannafyrirtæki hér á landi starfi fyrir erlenda fjárfesta, sem þegar hafa eytt a.m.k. einum og hálfum milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands.
Athygli vekur að starfsmenn þessarra almannafyrirtækja tengjast með einum eða öðrum hætti Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins svo og Stein­grími J. Sig­fús­syni núv. for­seta Alþing­is og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Þetta og fleira kemur fram á fréttavef Mbl. þ. 18. maí 2019

Deila þessu: