Minnispunktar Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis

Frá fundi Utanríkismálanefndar Alþingis
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir Utanríkismálanefnd Alþingis þ. 16. ágúst 2019 þar sem hann lagði fram minnisblað um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Í minn­is­blaðinu er meðal ann­ars talað um að að skuld­bind­ing við að laga sig að reglu­verki ESB í orku­mál­um muni fela í sér „tak­mörk­un á full­veldi þjóðar­inn­ar í raf­orku­mál­um“. Hug­ar­far á þá leið að inn­leiða and­mæla­laust er­lend­ar regl­ur, að ját­ast und­ir „óbeislaða útþenslu setts rétt­ar“ í „vilja­lausri þjónk­un“, seg­ir Arn­ar að grafi und­an til­veru­rétti lög­gjaf­arþings Íslend­inga og lag­anna sjálfra.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagði mál­flutn­ing Arn­ars móðgun við sig og aðra nefnd­ar­menn. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók í sama streng.

Minnisblað Arnars Þór er hægt að lesa í heild hér

Deila þessu: