Borgarafundur í Iðnó um orkumál

Lýðræðisflokkurinn, með Benedikt Lafleur í broddi fylkingar, stendur fyrir borgarafundi í Iðnó á morgun, sunnudaginn 18. ágúst. Fundurinn hefst klukkan 14:00.

Dagskrá fundarins er fjölbreytt en þar verða bæði tónlistaratriði og ljóðaflutningur ásamt hefðbundnum framsögum. Meðal þeirra sem stíga á svið eru Balz Roca, Aldís Schram, Una María Óskarsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Albert Svan Sigurðsson ásamt Benedikt sjálfum.

Fundurinn er auglýstur á síðu Lýðræðisflokksins (smella hér til að skoða auglýsinguna). Yfirskrift fundarins er: Er Íslend til sölu – er lýðræðið í hættu?

Dagskrá fundarins eins og hún birtist í heilsíðuauglýsingu í Mogganum í dag

Fundargestir fá dreifildi frá Orkunni okkar með 10 góðum ástæðum til að segja NEI við orkupakkanum. Fulltrúar frá Orkunni okkar heimsækja fundinn í fundarhléi og selja límmiða í bíla til styrktar samtökunum í viðspyrnunni gegn orkulöggjöf ESB.

Deila þessu: