Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út

Forsíða skýrslunnar

Gefin var út skýrsla í gær á vegum sérfræðinefndar Orkunnar okkar um „áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins“. Niðurstaða skýrslunnar er helst sú að Alþingi eigi að hafna upptöku þriðja orkupakkans þar sem innleiðing hans sé „skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Í skýrslunni kemur einnig fram að innleiðing þriðja orkupakkans verði til þess að óhjákvæmilega skapist þrýstingur á Íslendinga að leggja sæstreng.

Skýrslan er rituð „í ljósi þess að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslensks lýðveldis og jafnvel mun lengur,“ að því er fram kemur í inngangi skýrslunnar.

Ritstjórar skýrslunnar eru Jónas Elíasson prófessor, Stefán Arnórsson prófessor og Haraldur Ólafsson, prófessor og veðurfræðingur.

Haraldur sagði í samtali við mbl.is í gær að innleiðing orkupakka eitt og tvö skuldbyndi Ísland ekki til að innleiða þann þriðja líka. Eðlilegt væri þó, að mati Haralds, að „bakka út úr“ orkupakka eitt og Í skýrslunni kemur einnig fram að innleiðing þriðja orkupakkans verði til þess að óhjákvæmilega skapist þrýstingur á Íslendinga að leggja sæstreng. Skýrslan er rituð „í ljósi þess að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslensks lýðveldis og jafnvel mun lengur,“ að því er fram kemur í inngangi skýrslunnar. Ritstjórar skýrslunnar eru Jónas Elíasson prófessor, Stefán Arnórsson prófessor og Haraldur Ólafsson, prófessor og veðurfræðingur. Haraldur sagði í samtali við mbl.is í gær að innleiðing orkupakka eitt og tvö skuldbyndi Ísland ekki til að innleiða þann þriðja líka. Eðlilegt væri þó, að mati Haralds, að „bakka út úr“ orkupakka eitt og tvö

Nánar í Mbl. þ. 17. ágúst 2019

Deila þessu: