Er sannleikurinn um þriðja orkupakkann móðgun í augum Alþingis?

Arnar Þór Jónsson

Arn­ar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þ. 15. ágúst 2019 vegna umræðna um 3. orkupakka ESB. Þar benti hann þingmönnum kurteislega á þá staðreynd, að það er Alþingi Íslendinga, sem á að fara með lög­gjaf­ar­valdið hér á landi, en ekki „er­lend nefnd“ (á vegum ESB).

„Við eig­um ekki að lúta því að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in fái tak á lög­gjaf­ar­vald­inu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um und­anþágur eða mót­mæla og gæta okk­ar hags­muna með sóma­sam­leg­um hætti,“ sagði Arn­ar Þór.

„Þetta snýst ekk­ert um að þora. Þetta er bara mjög móðgandi,“ sagði Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir lotustuðningsmaður VG þá. 

Harkaleg viðbrögð nefndarmanna vekja upp ýmsar spurningar. Eru nefndir Alþingis einungis að leita eftir „réttum“ svörum og álitum eða er þetta einungis eitt form af einelti?

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 16. ágúst 2019

Deila þessu: