25.000 dreifildi farin út!

Dreifingin á einblöðungi Orkunnar okkar, með 10 góðum ástæðum til að segja NEI við orkupakkanum, hefur gengið ótrúlega vel í Reykjavík. Það er líka byrjað að dreifa honum víðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.

Við sögðum frá því að síðastliðinn þriðjudag voru 12.000 eintök komin í dreifingu. Nú þremur dögum síðar eru þau orðin 25.000. Kassi með 5.000 dreifildum er kominn norður til Akureyrar og er áætlað að dreifingin á þeim fari af stað síðar í dag.

3000 þúsund dreifildi sem bíða þess að komast í dreifingu

Dreifildin hafa aðallega verið sett í póstlúgur en einnig á bíla. Þeir sem hafa borið dreifinguna uppi eru 27 sjálfboðaliðar. Í Reykjavík hefur munað miklu um hjón sem ákváðu að verja borgarferð sinni til að leggja samtökunum lið með dreifingu. Þau eru meðal annars búin að bera út í öll Holtin. Það er hægt að smella hér og skoða lifandi skjal með yfirliti yfir hvar er búið að bera út.

Okkur vantar fleiri sjálfboðaliða til að bera út í Reykjavík. Við lýsum líka eftir fleirum sem eru tilbúnir til að dreifa í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Akureyri. Það vantar reyndar sjálfboðaliða miklu víðar um landið.

Ef þú getur lagt okkur lið við dreifinguna þá getur þú sótt um að ganga í Facebook-hópinn Orkan okkar: orkuliðar. Það er auðvitað ekki skilyrði að vera á Facebook til að taka þátt. Í slíkum tilvikum er hægt að senda okkur póst á tölvupóstfangið: orkanokkar@gmail.com

Deila þessu: