Fjölmennum á þingpalla

Samtökin Orkan okkar hvetja baráttufólk gegn orkupakkanum til að fjölmenna á þingpalla í dag og á morgun á meðan umræða um málið stendur yfir og einnig við atkvæðagreiðsluna sem er fyrirhuguð mánudaginn 2. september.

Það eru engar líkur á að alþingishúsið verði baðað sólskini í dag og á morgun þar sem það er spáð rigningu báða dagana

Eins og kemur fram á vef Alþingis hefjast þingfundir í dag og á morgun klukkan 10:30. Líklegt er að þeir standi til klukkan 20:00 báða dagana. Dagskrá Alþingis fyrir næstkomandi mánudag hefur ekki verið birt.

Áður en atkvæði verða greidd munu fulltrúar Orkunnar okkar afhenda forseta Alþingis þær undirskriftir sem hafa bæst við frá afhendingunni 14. maí (Sjá frétt). 

Enn er tækifæri til að skora á þingmenn að hafna þriðja orkupakkanum. Í þessum skrifuðu orðum er heildarfjöldi undirskrifta að nálgast 16.500. Ef þú átt eftir að setja nafnið þitt á áskorunina þá skrifar þú undir hér.

Deila þessu: