Þriðji orkupakki ESB snýst ekki um sæstreng

Elinóra Inga Sigurðardóttir
formaður Orkunnar okkar

Elinóra Inga Sigurðardóttir:
Þriðji orkupakki ESB snýst ekki um sæstreng.
Hann snýst um það hvort Íslendingar eru reiðubúnir til að framselja löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumálum Íslands til ESB eða hvort íslendingar vilja og geta ráðið sínum orkumálum sjálfir.
„Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila.“
„Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að stjórnmálamenn eru tilbúnir að samþykkja þriðja orkupakkann þrátt fyrir að meirihluti kjósenda þeirra er á móti þeim gjörningi. Samkvæmt skoðanakönnun Bylgjunnar nýlega þá vilja 65% segja nei. Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vilja markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að milliliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að í fréttum RÚV segir að raforkuverð muni ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka.

Nánar í Mbl. þ. 29. ágúst 2019

Deila þessu: