Skorum á forseta Íslands! – ÁSKORUN LOKIÐ

Ágæti forseti Íslands, ekki staðfesta upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn nema annað tveggja komi til:
      a) sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi undanþágu frá innleiðingu eða
      b) þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldbindingar orkupakkans.

ATH: Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hefur gert kunnugt að hann sé búinn að staðfesta þriðja orkupakkann inn í EES samninginn og þau frumvörp sem af honum leiða. Sjá yfirlýsingu forseta Íslands 6. sept 2019.

Orkan okkar átti fund með forseta Íslands 28. ágúst 2019 og afhenti honum þá bréf með áskorun og rökstuðningi fyrir því að hann léti málið til sín taka.

Mánudaginn 2. september greiddu þingmenn atkvæði og veittu ríkisstjórn umboð sitt til að staðfesta þriðja orkupakkann.

Forseti Íslands staðfesti orkupakkann í dag 6. september.

Á þeim fjórum dögum sem áskorunin stóð höfðu 6.296 einstaklingar tekið þátt. Við þökkum þeim fyrir stuðninginn og öllum sem komu að verkefninu.

Orkan okkar harmar að ríkisstjórn, Alþingi og forseti Íslands hafi brugðist í málinu. Baráttan fyrir forræði Íslands í orkumálum heldur því áfram.

Heimssýn skorar á forsætisráðherra

Áskorun til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis

Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum

Skynsamleg nýting náttúruauðlinda er forsenda farsæls samfélags á Íslandi og því er mikilvægt að þar ráði hagsmunir íslensks samfélags för og hafi ávallt forgang fram yfir hagsmuni erlendra ríkja.  Reynslan sýnir að það getur reynst smáþjóðum afdrifaríkt að tapa valdi til erlendra stórríkja og að það getur tekið aldir að ná því aftur.   

Fyrir liggja frumvörp og drög að þingsályktun sem færa valdheimildir í orkumálum á Íslandi til erlends ríkjasambands.  Í ljósi þess að hér er um veigamikið mál að ræða, sem ekki er auðveldlega afturkræft, skorum við á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, ríkisstjórn Íslands og þingmenn Alþingis að leita álits þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Orkuauðlind Íslands færð undir endanlegt boðvald ESB með þriðja orkupakkanum

Reykjavíkurbréf Mbl um innleiðingu þriðja orkupakka ESB:
„Það eru aðeins ein rök færð fram fyrir því að Alþingi verði að samþykkja orkupakkann þriðja. Aðeins ein rök. Þau eru að það muni setja EES-samninginn í algjört uppnám ef málinu verði hafnað og engu breyti þótt sú höfnun sé í fullu samræmi við samninginn sjálfan. En það er ekki aðeins svo að slík höfnun sé í samræmi við samninginn sjálfan. Það að hún sé fullkomlega heimil er í raun forsenda þess að samningurinn var gerður og að það var stætt á því að gera hann. Þetta er eins augljóst og verða má. Ef Ísland gæti ekki hafnað tilskipunum frá Brussel og yrði að samþykkja þær þvert gegn vilja þjóðarinnar, þá þýddi það að Ísland hefði flutt löggjafarvald sitt úr landinu.

Lesa áfram „Orkuauðlind Íslands færð undir endanlegt boðvald ESB með þriðja orkupakkanum“