fbpx

12.000 dreifildi farin í dreifingu

Það eru margar ástæður til að segja nei við orkupakkanum sem stendur til að afgreiða nú um næstu mánaðamót á svokölluðum þingstubbi sem hefst þann 28. ágúst næst komandi. Síðastliðinn fimmtudag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum til að hafna pakkanum.

Dreifildi sem bíða dreifingar

Ástæðurnar 10 eru komnar á dreifildi sem var byrjað að dreifa um nýliðna helgi. Dreifingunni er haldið uppi af sjálfboðaliðum sem skipuleggja dreifinguna í sérstökum hópi orkuliða á Facebook. Hópurinn kallar sig Orkan okkar: Orkuliðið. Þeir sem hafa tíma og tækifæri til að leggja okkur lið er velkomið að sækja um inngöngu í hópinn og taka þátt í dreifingunni.

Nú þegar er búið að dreifa í kringum 7.000 dreifildum en alls 12.000 eru farin út til sjálfboðaliða sem munu annast dreifingu þeirra. Fram að þessu hefur dreifingin eingöngu verið bundin við höfuðborgarsvæðið en þrjár sendingar fóru á pósthúsið nú í morgun. Miðað við áfangastaðina er útlit fyrir að íbúar á Norðurlandi vestra séu mjög áhugasamir fyrir því að upplýsa nábúa sína um neikvæðar afleiðingar af innleiðingu orkulaggjafar ESB.

Smelltu hér til að skoða dreifildið

Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?

Óli Björn Kárason alþingismáður

Óli Björn Kára­son alþing­ismaður fékk í liðinni viku langt svar frá ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn í fjór­tán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vek­ur at­hygli, ekki síst vegna þess að svarið sár­vantaði.
Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-lönd­in komið að und­ir­bún­ingi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjón­ar­miðum hafa ís­lensk stjórn­völd komið þar á fram­færi? Hvaða meg­in­breyt­ing­ar kunna að verða á reglu­verki orku­markaðar­ins þegar og ef fjórði orkupakk­inn verður inn­leidd­ur?“

Lesa áfram „Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?“

Það er hægt að leysa orkupakkahnútinn!

Frosti Sigurjónsson rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fv. þingmaður.

Frosti Sigurjónsson:
“ Alþingi hef­ur það í valdi sínu að bæta einu skil­yrði við orðalag þings­álykt­un­ar­inn­ar þannig að Alþingi heim­ili rík­is­stjórn að staðfesta ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um að þriðji orkupakk­inn verði hluti af EES-samn­ingn­um en aðeins að því skil­yrði upp­fylltu að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in hafi áður veitt Íslandi und­anþágu frá því að inn­leiða pakk­ann.“

Lesa áfram „Það er hægt að leysa orkupakkahnútinn!“

Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.

Utanríkismálanefnd Alþingis að störfum

Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en standa síðan í vegi fyrir því að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Tómas kom fyrir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær 19. ágúst 2019.

Lesa áfram „Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.“

Hafa þegar eytt um 1,5 milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ríkisstjórn Íslands hefur ítrekað neitað því að verið sé að undirbúa lagningu sæstrengs til Íslands þrátt fyrir að Ice-Link sæstrengur hafi verið á forgangslista ESB a.m.k. frá árinu 2017 með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda og þrátt fyrir að tvö almannafyrirtæki hér á landi starfi fyrir erlenda fjárfesta, sem þegar hafa eytt a.m.k. einum og hálfum milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands.
Athygli vekur að starfsmenn þessarra almannafyrirtækja tengjast með einum eða öðrum hætti Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins svo og Stein­grími J. Sig­fús­syni núv. for­seta Alþing­is og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Þetta og fleira kemur fram á fréttavef Mbl. þ. 18. maí 2019