fbpx

Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?

Óli Björn Kárason alþingismáður

Óli Björn Kára­son alþing­ismaður fékk í liðinni viku langt svar frá ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn í fjór­tán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vek­ur at­hygli, ekki síst vegna þess að svarið sár­vantaði.
Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-lönd­in komið að und­ir­bún­ingi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjón­ar­miðum hafa ís­lensk stjórn­völd komið þar á fram­færi? Hvaða meg­in­breyt­ing­ar kunna að verða á reglu­verki orku­markaðar­ins þegar og ef fjórði orkupakk­inn verður inn­leidd­ur?“

Lesa áfram „Er fjórði orkupakki ESB „bara eðlilegt framhald af þeim þriðja“?“

Það er hægt að leysa orkupakkahnútinn!

Frosti Sigurjónsson rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fv. þingmaður.

Frosti Sigurjónsson:
“ Alþingi hef­ur það í valdi sínu að bæta einu skil­yrði við orðalag þings­álykt­un­ar­inn­ar þannig að Alþingi heim­ili rík­is­stjórn að staðfesta ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um að þriðji orkupakk­inn verði hluti af EES-samn­ingn­um en aðeins að því skil­yrði upp­fylltu að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in hafi áður veitt Íslandi und­anþágu frá því að inn­leiða pakk­ann.“

Lesa áfram „Það er hægt að leysa orkupakkahnútinn!“

Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.

Utanríkismálanefnd Alþingis að störfum

Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en standa síðan í vegi fyrir því að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Tómas kom fyrir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær 19. ágúst 2019.

Lesa áfram „Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.“

Hafa þegar eytt um 1,5 milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ríkisstjórn Íslands hefur ítrekað neitað því að verið sé að undirbúa lagningu sæstrengs til Íslands þrátt fyrir að Ice-Link sæstrengur hafi verið á forgangslista ESB a.m.k. frá árinu 2017 með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda og þrátt fyrir að tvö almannafyrirtæki hér á landi starfi fyrir erlenda fjárfesta, sem þegar hafa eytt a.m.k. einum og hálfum milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands.
Athygli vekur að starfsmenn þessarra almannafyrirtækja tengjast með einum eða öðrum hætti Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins svo og Stein­grími J. Sig­fús­syni núv. for­seta Alþing­is og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Þetta og fleira kemur fram á fréttavef Mbl. þ. 18. maí 2019

Minnispunktar Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis

Frá fundi Utanríkismálanefndar Alþingis
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir Utanríkismálanefnd Alþingis þ. 16. ágúst 2019 þar sem hann lagði fram minnisblað um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Í minn­is­blaðinu er meðal ann­ars talað um að að skuld­bind­ing við að laga sig að reglu­verki ESB í orku­mál­um muni fela í sér „tak­mörk­un á full­veldi þjóðar­inn­ar í raf­orku­mál­um“. Hug­ar­far á þá leið að inn­leiða and­mæla­laust er­lend­ar regl­ur, að ját­ast und­ir „óbeislaða útþenslu setts rétt­ar“ í „vilja­lausri þjónk­un“, seg­ir Arn­ar að grafi und­an til­veru­rétti lög­gjaf­arþings Íslend­inga og lag­anna sjálfra.

Lesa áfram „Minnispunktar Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis“