
Óli Björn Kárason alþingismaður fékk í liðinni viku langt svar frá utanríkisráðherra við fyrirspurn í fjórtán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vekur athygli, ekki síst vegna þess að svarið sárvantaði.
Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-löndin komið að undirbúningi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjónarmiðum hafa íslensk stjórnvöld komið þar á framfæri? Hvaða meginbreytingar kunna að verða á regluverki orkumarkaðarins þegar og ef fjórði orkupakkinn verður innleiddur?“