Þróun reglu­verks ESB vegna orku­mála var ekki fyr­ir­séð!

Jón Gunnarsson alþingismaður

Jón Gunnarsson alþingismaður um 3. orkupakka ESB:
“ Ég get ekki séð að það skipti sam­starfsþjóðir okk­ar nokkru máli þó að við stæðum utan reglu­verks­ins um orku­mál. Þrátt fyr­ir að vera hlut­falls­lega stór­ir fram­leiðend­ur er markaður­inn hér ör­markaður í stóra sam­heng­inu, markaður sem skipt­ir ekki aðra en okk­ur máli m.a. ann­ars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengj­ast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður. Grund­vall­ar­spurn­ing okk­ar er því eðli­leg og henni velti ég upp á fundi með sam­starfsþjóðum okk­ar í vik­unni; á Ísland á þess­ari stundu eitt­hvert er­indi í sam­starf um orku­mál við ná­grannaþjóðirn­ar? Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar af­leiðing­arn­ar eru eins óljós­ar og raun ber vitni og þá ekki síst með til­liti til þess að nú þegar er verið að und­ir­búa 4. orkupakk­ann? „

Lesa áfram „Þróun reglu­verks ESB vegna orku­mála var ekki fyr­ir­séð!“

Og sá sem segir satt, er síðan krossfestur.

Ómar Geirsson bloggari að Austan

Ómar Geirsson:
„Vendipunktur var í umræðunni um Orkupakka 3 í gær þegar Evrópusinnar á þingi beittu fáheyrðum dónaskap til að þagga niður í borgara sem hafði verið boðaður á fund utanríkismálanefndar til að tjá sig um reglugerðina og þær afleiðingar sem innleiðing hans gætu haft fyrir íslenskan almenning. „
„Skilaboðin skýr, ef þú getur ekki tjáð þig í þágu hagsmuna, þá skaltu þegja. Síðan var ríkisútvarpið fengið til að negla viðkomandi á krossinn á Valhúsahæð, viðtal við borgarann þar sem hann útskýrði varnaðarorð sín var klippt inn í viðtal við dósent í Háskóla í Reykjavík.“

Nánar hér

Borgarafundur í Iðnó um orkumál

Lýðræðisflokkurinn, með Benedikt Lafleur í broddi fylkingar, stendur fyrir borgarafundi í Iðnó á morgun, sunnudaginn 18. ágúst. Fundurinn hefst klukkan 14:00.

Dagskrá fundarins er fjölbreytt en þar verða bæði tónlistaratriði og ljóðaflutningur ásamt hefðbundnum framsögum. Meðal þeirra sem stíga á svið eru Balz Roca, Aldís Schram, Una María Óskarsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Albert Svan Sigurðsson ásamt Benedikt sjálfum.

Fundurinn er auglýstur á síðu Lýðræðisflokksins (smella hér til að skoða auglýsinguna). Yfirskrift fundarins er: Er Íslend til sölu – er lýðræðið í hættu?

Dagskrá fundarins eins og hún birtist í heilsíðuauglýsingu í Mogganum í dag

Fundargestir fá dreifildi frá Orkunni okkar með 10 góðum ástæðum til að segja NEI við orkupakkanum. Fulltrúar frá Orkunni okkar heimsækja fundinn í fundarhléi og selja límmiða í bíla til styrktar samtökunum í viðspyrnunni gegn orkulöggjöf ESB.

Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út

Forsíða skýrslunnar

Gefin var út skýrsla í gær á vegum sérfræðinefndar Orkunnar okkar um „áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins“. Niðurstaða skýrslunnar er helst sú að Alþingi eigi að hafna upptöku þriðja orkupakkans þar sem innleiðing hans sé „skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Í skýrslunni kemur einnig fram að innleiðing þriðja orkupakkans verði til þess að óhjákvæmilega skapist þrýstingur á Íslendinga að leggja sæstreng.

Lesa áfram „Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út“

Er sannleikurinn um þriðja orkupakkann móðgun í augum Alþingis?

Arnar Þór Jónsson

Arn­ar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þ. 15. ágúst 2019 vegna umræðna um 3. orkupakka ESB. Þar benti hann þingmönnum kurteislega á þá staðreynd, að það er Alþingi Íslendinga, sem á að fara með lög­gjaf­ar­valdið hér á landi, en ekki „er­lend nefnd“ (á vegum ESB).

„Við eig­um ekki að lúta því að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in fái tak á lög­gjaf­ar­vald­inu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um und­anþágur eða mót­mæla og gæta okk­ar hags­muna með sóma­sam­leg­um hætti,“ sagði Arn­ar Þór.

„Þetta snýst ekk­ert um að þora. Þetta er bara mjög móðgandi,“ sagði Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir lotustuðningsmaður VG þá. 

Harkaleg viðbrögð nefndarmanna vekja upp ýmsar spurningar. Eru nefndir Alþingis einungis að leita eftir „réttum“ svörum og álitum eða er þetta einungis eitt form af einelti?

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 16. ágúst 2019