Samkvæmt niðurstöum könnunar sem Orkan okkar gerði, á læksíðu samtakanna á Facebook, eru 93% á móti innleiðingu 3. orkupakkans en ekki nema 7% sem eru fylgjandi. Þessi mikla andstaða þarf ekki að koma á óvart þó hún sé ívið hærri en niðurstöður annarra kannanna hafa sýnt.

Könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn fyrir rúmu ári síðan leiddi í ljós að 81% var „andvígur því að frekara vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana.“ (frétt á mbl.is frá 13. maí 2018)
Könnun MMR sem var gerð í kringum mánaðarmót apríl/maí á þessu ári leiddi það í ljós að 62% voru á móti áformum „ríkisstjórnarinnar um valdaafsal í orkumálum.“ (frétt á bbl.is frá 17. maí 2019) á þeim tíma.