Verið að samþykkja óheft flæði raf­orku

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arn­ar Þór Jóns­son:
„Með þriðja orkupakk­an­um verður ekki bet­ur séð en að við séum að játa okk­ur und­ir það og festa það í sessi að raf­orka, eins og hver önn­ur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vör­um er fyr­ir hendi, skil­grein­ing á raf­orku sem vöru er fyr­ir hendi, en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa.“ segir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og fyrr­ver­andi dós­ent við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík

Tek­ur Arn­ar Þór und­ir með þeim Stefáni Má Stef­áns­syni, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, og Friðrik Árna Friðriks­syni Hirst lands­rétt­ar­lög­manni að lög­fræðilega rétta leiðin í mál­inu með hliðsjón af EES-samn­ingn­um sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakk­ann með því að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni og vísa þar með mál­inu aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt væri óska eft­ir laga­lega bind­andi und­anþágum. Fyr­ir­vari rík­is­stjórn­ar­inn­ar ætti sér hins veg­ar enga slíka stoð í samn­ingn­um.

Nánar á vefsíðu Mbl.is þ. 6. júní 2019

Deila þessu: