Norðmenn deila við ESA um yfirráð ríkisins yfir vatnsaflsvirkjunum

Vatnsaflsvirkjun

Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hafnar því í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þann 4. maí, að framleiðsla vatnsafls geti verið háð þjónustutilskipun Evrópusambandsins (ESB). Frá þessu greinir norski miðillinn abcnyheter. 

Í því tilviki þýðir það m.a. að allir fjárfestar frá ESB- eða EES-löndum gætu átt norska vatnsaflsvirkjun. Uppbygging og rekstur vatnsaflsvirkjana er ekki þjónusta eins og skilgreint er í þjónustutilskipun ESB, en nýting náttúruauðlinda er ákveðin nánar af ríkisstjórn landsins.

ESA, með tillögu sinni í bréfi dagsettu 30. apríl, gæti komið í veg fyrir áætlun Norðmanna um að hið opinbera, með nokkrum tímabundnum undantekningum, eigi vatnsorkuna.

Það liggur nú á borði ESA að taka tillit til þess hvort stofnunin samþykki afstöðu Norðmanna eða reyni að afturkalla leyfisveitinguna, þar með talda endurheimt einkavirkjana til ríkisins. Ef ESA stendur fast á sínu, þá mun málið að lokum þurfa að verða leyst fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.

Nánar á vef Viljans 6. júní 2019

Deila þessu: