Anna Kolbrún Árnadóttir:
“ Þegar allt kemur til alls er alveg ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ganga ekki einvörðungu gegn afstöðu kjósenda landsins og því sem fram kom í stefnuskrám flokkanna fyrir kosningar er varðar orkupakkann. Þeir ganga jafnframt gegn samþykktum og ályktunum sem þeirra eigin flokksmenn hafa sett fram. Þegar búið er að álykta um málefni er eðlilegt að þingflokkarnir fylgi þeirri stefnu. Ef ekki, hvaða þýðingu hefur það þá fyrir flokkana að hafa virka og áhugasama grasrót? „
Nánar í Mbl. 4. júní 2019