Hverjir eru hagsmunir Íslands af þriðja Orkupakka ESB?

Eftir Guðna Ágústsson  

Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardag, 10. nóvember 2018

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson f.v ráðherra

Það er merki­lega lít­il umræða af hálfu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um þriðja orkupakka ESB sem á að taka fyr­ir í fe­brú­ar nk. á Alþingi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðherra.

Þetta gef­ur til kynna að þings­álykt­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé til og stefna þegar tek­in og afstaða klár. Mik­il gerj­un fer samt fram í grasrót rík­is­stjórn­ar­flokk­anna allra, fund­ir og umræða spreng­ir heilu fund­ar­sal­ina sé á annað borð boðað til fund­ar. Jafn­framt virðist sem and­ófs­fé­lög séu að búa um sig í flokk­un­um þrem­ur og reynd­ar í stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um líka.

Lesa áfram „Hverjir eru hagsmunir Íslands af þriðja Orkupakka ESB?“
Deila þessu:

Svör Bjarna Jónssonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018

Bjarni Jónsson (BJ) rafmagnsverkfræðingur hefur svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið:

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Lesa áfram „Svör Bjarna Jónssonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018“
Deila þessu:

Svör Elíasar B. Elíassonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert nokkrar athugasemdir við umfjöllun Bændablaðsins um þriðju orkulagatilskipun ESB.
Elías Bjarni Elíasson (EBE) rafmagnsverkfræðingur og sérfræðingur í orkumálum hefur líkt og Bjarni Jónsson svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið: 

Lesa áfram „Svör Elíasar B. Elíassonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018“
Deila þessu:

Þeir, sem ekki vilja selja rafmagn um sæstreng til útlanda, verða að hafna Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur:

Alþingismenn hljóta að vita, að þeir, sem segja A verða að vera tilbúnir að segja B.  Það flækist þó fyrir sumum þeirra í sambandi við Þriðja orkumarkaðslagabálkinn, því að þeir eru til á meðal Alþingismanna, sem hyggjast kokgleypa hann án þess að vilja taka skilyrðislaust við aflsæstreng frá útlöndum.  Þetta gengur alls ekki upp.

Lesa áfram „Þeir, sem ekki vilja selja rafmagn um sæstreng til útlanda, verða að hafna Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB“
Deila þessu:

Fundur í HÍ með Peter Örebech 22.10.2018

Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifaði eftirfarandi pistil um fundinn:

Prófessor í lögum við Háskólann í Tromsö í Noregi, UIT, hélt ítarlegt erindi í einum af fyrirlestrarsölum Háskóla Íslands, mánudaginn 22. október 2018.  Þar hafa sennilega verið mætt tæplega 80 manns til að hlýða á hinn gagnmerka prófessor, sem einnig kom við sögu „Icesave-umræðunnar“ á Íslandi og hefur einnig lagt okkur lið í hafréttarmálum og í sambandi við fiskveiðistjórnun, því að hann er jafnframt sérfræðingur í lögum, er varða fiskveiðar.  Peter veitti nokkrum fjölmiðlum viðtöl á meðan á stuttri dvöl hans á Íslandi stóð að þessu sinni, en hann hefur oft komið til Íslands áður og bregður fyrir sig „gammelnorsk“, sem Norðmenn kalla tunguna, sem fornrit okkar eru rituð á.

Lesa áfram „Fundur í HÍ með Peter Örebech 22.10.2018“
Deila þessu: