Ofurtenging yfir Atlantshaf krefst viðamikilla virkjanaframkvæmda

Innstunga ESB?

Atlantic Superconnection segist nú bíða samþykkis stjórnvalda í Bretlandi og á Íslandi, ásamt ákvörðun um hvernig raforkuþörf sæstrengsins yrði mætt, og staðfestingu frá Landsneti um styrkingu íslenska raforkunetsins í tæka tíð. Að því öllu fengnu geti fyrirtækið hafist handa við framkvæmdir á næsta ári, 2019. Systurfélagið Disruptive Capital Finance muni, með aðkomu banka, lífeyrissjóða, lánastofnana og fjárfesta, leiða fjármögnun verkefnisins.
Árið 2019 myndi þá fara af stað framkvæmdaáætlun, samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins, til ársins 2025, sem hefst á að reist yrði verksmiðjan þar sem sæstrengurinn yrði framleiddur. Árið 2025 væri framkvæmdinni lokið og afhending raforku um sæstrenginn myndi hefjast.

Nánar á vefsíðu Kvennablaðsins

Deila þessu:

Sendiherra ESB á Íslandi skrifar grein í Morgunblaðið

Morgunblaðið birti 15. nóvember 2018 grein eftir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi en með greininni vill hann „reyna að leiðrétta ýkjurnar og slá á múgæsinginn.“ Hann sakar andstæðinga orkupakkans meðal annars um að „byggja á dylgjum“ og að umræðan sé „þvæld með handahófskenndum staðhæfingum og goðsögnum sem ekki eigi við rök að styðjast“. 

Lesa áfram „Sendiherra ESB á Íslandi skrifar grein í Morgunblaðið“
Deila þessu:

Ráðherrar fastir í sama pakkanum

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins

Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins

Pakk­inn er að sjálf­sögðu 3. orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins en ráðherr­arn­ir eru ekki bara nú­ver­andi ráðherr­ar því fyrr­ver­andi ráðherr­ar virðast komn­ir í sama pakk­ann. Þeirra a meðal er Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og nú­ver­andi formaður starfs­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar um EES-samn­ing­inn.

Lesa áfram „Ráðherrar fastir í sama pakkanum“
Deila þessu:

Tilfinningagreind og orkupakkinn

Eftir Elías B Elíasson verkfræðing 

Elías B. Elíasson

Iðnaðarráðherra tjáði flokk­systkin­um sín­um um dag­inn í tengsl­um við orkupakka­málið, að til­finn­ing­ar fólks bæri að virða. Þarna dró Þór­dís Kol­brún fram skýrt dæmi um hvers vegna stjórn­um farn­ast oft bet­ur með kon­ur inn­an­borðs og mæli hún kvenna heilust. Á herðum venju­legs vel menntaðs og víðsýns fólks með góða til­finn­inga­greind hvíl­ir lýðræði og sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og það ber að virða.

Lesa áfram „Tilfinningagreind og orkupakkinn“
Deila þessu:

Að ýta vanda orkupakkans á undan sér eykur vandann

Eftir Elías Elíasson
Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember 2018

Elías B. Elíasson verkfr.

Það heyrist ítrekað frá ráðamönnum þjóðarinnar að best sé að samþykkja þriðja orkupakkann eins og hann er, en fást við sæstrenginn þegar það kemur upp. Það mundi setja EES-samninginn í uppnám að fella pakkann núna, segja menn. Sú hugmynd heyrðist frá formanni Sjálfstæðisflokksins að setja lög sem krefjast samþykkis Alþingis fyrir sæstreng og láta síðan reyna á þau þegar þar að kemur. Þessar hugmyndir byggjast á vanþekkingu og mér er spurn, hver ber ábyrgð á því að ráðamenn fái allar þær upplýsingar sem þarf til að móta afstöðu í þessu stóra máli.

Lesa áfram „Að ýta vanda orkupakkans á undan sér eykur vandann“
Deila þessu: