Sendiherra ESB á Íslandi skrifar grein í Morgunblaðið

Morgunblaðið birti 15. nóvember 2018 grein eftir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi en með greininni vill hann „reyna að leiðrétta ýkjurnar og slá á múgæsinginn.“ Hann sakar andstæðinga orkupakkans meðal annars um að „byggja á dylgjum“ og að umræðan sé „þvæld með handahófskenndum staðhæfingum og goðsögnum sem ekki eigi við rök að styðjast“. 

Í greininni segist sendiherrann tala af reynslu. „Andstæðingar Evrópusamvinnu beta öllum ráðum til að grafa undan henni.“ Hann telur engum til hagsbóta að hafna þriðja orkupakkanum en það væri „hryggileg afleiðing af lygaáróðri gegn löggjöf sem engum og engu í landinu stafar hætta af“. Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. nóvember 2018.

Deila þessu: