Raforkumarkaður Landsvirkjunar

Eftir Elías Elíasson, birt í Morgunblaðinu 13. 12. 2018

Elías B. Elíasson

Landsvirkjun hélt fyrir nokkru morgunverðarfund um orkumarkað í mótun. Það var ánægjulegt að sjá, í erindi Sveinbjörns Finnssonar á fundinum, betur útfærða hugmynd um aðra leið að frjálsum markaði en þá sem undirritaður varpaði fram innan Landsvirkjunar fyrir hálfum öðrum áratug. Hugmyndin gengur út á að verðleggja orku Landsvirkjunar þannig að nokkuð fáist fyrir þann sveigjanleika sem vatnsorka fyrirtækisins hefur umfram jarðvarmaorku.

Lesa áfram „Raforkumarkaður Landsvirkjunar“
Deila þessu:

Orkupakki Evrópusambandsins

Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ritar grein í Morgunblaðið 29. nóvember 2018 þar sem hann færir rök fyrir því að Ísland eigi ekki að innleiða reglur ESB um orkumál. Jón gerir eftirfarandi tillögu „Setj­umst niður með viðsemj­end­um okk­ar og för­um yfir mál­in á þess­um grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sak­ir standa, sér­staka hags­muni af því að við inn­leiðum regl­ur ESB um orku­mál. Fyr­ir Norðmenn er málið mik­il­vægt, því þeir eiga í mikl­um og að þeirra mati ábata­söm­um viðskipt­um við Evr­ópu­lönd vegna sölu á raf­orku. Í mín­um huga er þetta ein­falt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flókn­ari en virðist við fyrstu sýn, það kem­ur þá í ljós þegar á reyn­ir.“ Grein Jóns í heild sinni:

Lesa áfram „Orkupakki Evrópusambandsins“
Deila þessu:

Auðlindirnar eru okkar en ekki Evrópusambandsins

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins skrifaði harðorða grein um orkupakka þrjú sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2018. Inga skrifar m.a. „Nú er mik­ill þrýst­ing­ur frá orkuþurfandi Evr­ópu að fá Íslend­inga til að und­ir­gang­ast hinn svo­kallaða þriðja orkupakka. Áður hafa stjórn­völd kvittað upp á orkupakka eitt og tvö með til­heyr­andi kostnaði. Þá sér­stak­lega með hækk­andi orku­verði til al­menn­ings. “ og bætir við „Eft­ir ára­tuga bar­áttu fyr­ir full­veldi ís­lensku þjóðar­inn­ar er ég ekki til­bú­in að af­sala því nú. Þriðji orkupakk­inn kem­ur okk­ur ekki við og því til staðfest­ing­ar er nóg að líta á landa­kortið.“

Deila þessu:

Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES

Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra og sá sem stýrði samningaviðræðum Íslands um EES samninginn segir frá því í aðsendri grein á Viljinn.is þann 27. nóvember 2018 að aðildarríki EES-samningsins hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki og að hafna þeim með öllu, án viðurlaga, umfram það að njóta þá ekki réttinda á viðkomandi málasviði. Máli sínu til stuðnings vísaði Jón Baldvin í svar ráðuneytis sem finna má á þingskjali 1276/144

Lesa áfram „Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES“
Deila þessu:

Leiðari Morgunblaðsins segir að orkupakkinn fari í þjóðaratkvæði

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þann 24. nóvember 2018 tekur orkupakkann til umfjöllunar og skrifar: „Í fyrst­unni ætluðu yf­ir­völd lands­ins að renna þessu máli í gegn, enda væri það í senn bæði ein­falt mál og sjálfsagt. Eft­ir að menn úr hópi þeirra sem best þekktu til tóku að benda á að ekki væri allt sem sýnd­ist, voru höfð enda­skipti á öll­um rök­semd­um. Nú var málið orðið flókið og þess vegna hefði efa­semd­ar­mönn­um tek­ist að skapa óróa í kring­um það.“ og bætir við „Fari svo, að hlaupalið ut­anaðkom­andi hags­muna, sem kem­ur kunn­ug­lega fyr­ir sjón­ir, láti sig hafa að ganga þess­ara er­inda til enda, má aug­ljóst vera að málið end­ar í þjóðar­at­kvæði.

Deila þessu: