Auðlindirnar eru okkar en ekki Evrópusambandsins

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins skrifaði harðorða grein um orkupakka þrjú sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2018. Inga skrifar m.a. „Nú er mik­ill þrýst­ing­ur frá orkuþurfandi Evr­ópu að fá Íslend­inga til að und­ir­gang­ast hinn svo­kallaða þriðja orkupakka. Áður hafa stjórn­völd kvittað upp á orkupakka eitt og tvö með til­heyr­andi kostnaði. Þá sér­stak­lega með hækk­andi orku­verði til al­menn­ings. “ og bætir við „Eft­ir ára­tuga bar­áttu fyr­ir full­veldi ís­lensku þjóðar­inn­ar er ég ekki til­bú­in að af­sala því nú. Þriðji orkupakk­inn kem­ur okk­ur ekki við og því til staðfest­ing­ar er nóg að líta á landa­kortið.“

Deila þessu: