Leiðari Morgunblaðsins segir að orkupakkinn fari í þjóðaratkvæði

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þann 24. nóvember 2018 tekur orkupakkann til umfjöllunar og skrifar: „Í fyrst­unni ætluðu yf­ir­völd lands­ins að renna þessu máli í gegn, enda væri það í senn bæði ein­falt mál og sjálfsagt. Eft­ir að menn úr hópi þeirra sem best þekktu til tóku að benda á að ekki væri allt sem sýnd­ist, voru höfð enda­skipti á öll­um rök­semd­um. Nú var málið orðið flókið og þess vegna hefði efa­semd­ar­mönn­um tek­ist að skapa óróa í kring­um það.“ og bætir við „Fari svo, að hlaupalið ut­anaðkom­andi hags­muna, sem kem­ur kunn­ug­lega fyr­ir sjón­ir, láti sig hafa að ganga þess­ara er­inda til enda, má aug­ljóst vera að málið end­ar í þjóðar­at­kvæði.

Deila þessu: