Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra vill undanþágu

Sigurður Ingi Jóhannsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Víglínunnar á Stöð2 þann 24. nóvember 2018. Sigurður Ingi svaraði meðal annars spurningum um nýlega ályktun Framsóknarflokksins gegn orkupakkanum. Sigurður Ingi sagðist meðal annars taka undir það sjónarmið Jóns Baldvins Hannibalssonar f.v. ráðherra að ekki væri ástæða til að Ísland ætti taka upp regluverk ESB í orkumálum þegar landið er ótengt orkumarkaði ESB. Sigurður taldi skynsamlegt að Ísland fengi undanþágu frá orkupakkanum og orkupökkum framtíðarinnar og sagðist ekki hafa áhyggjur af EES samningnum af þeim sökum.

Deila þessu: