Svör Elíasar B. Elíassonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert nokkrar athugasemdir við umfjöllun Bændablaðsins um þriðju orkulagatilskipun ESB.
Elías Bjarni Elíasson (EBE) rafmagnsverkfræðingur og sérfræðingur í orkumálum hefur líkt og Bjarni Jónsson svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið: 

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

ANR: Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi (sic) að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum.

Svar EBE: 
Með reglugerð 347/2013 er gengið svo frá málum, að neitun á slíku leyfi verður andstæð EES samningnum

ANR: Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum.

Svar EBE: 
Sæstrengurinn er engu að síður þegar inni á PCI (Projects of Common Interest) listanum og frá 2015 er hann líka inni á svokölluðum „Union List“ samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB og verkefni á þeim lista eru aðildarríkin skylduð til að setja inn í kerfisáætlun sína og veita þeim mestan mögulegan forgang.

ANR: Þá er sérstaklega kveðið á um að kerfisáætlun sambandsins sé óbindandi fyrir aðildarríkin. Af þessum ástæðum og fleirum er óhugsandi að slíkur strengur yrði lagður gegn vilja yfirvalda, enda hefur ekki verið bent á dæmi um að slíkt hafi gerst.

Svar EBE: 
PCI listinn, sem er hin eiginlega kerfisáætlun er óbindandi en Union List er það ekki og framkvæmdastjórn hefur umboð til að setja framkvæmdir á PCI listanum inn á Union List. Það hefur framkvæmdastjórnin þegar gert með sæstrenginn. Sá listi er fylgiskjal með reglugerð 347/2013

ANR: Því hefur verið velt upp að mögulega geri grunnreglur EES-samningsins um frjálst vöruflæði að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs, þó að eftir sem áður yrði hann háður leyfum samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Sé það raunin er sú staða uppi nú þegar, hefur verið það frá því að EES-samningurinn var samþykktur fyrir um aldarfjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orkupakkanum.

Svar EBE:
Er það ekki einmitt vegna ákvæða EES samningsins um frjálst vöruflæði sem sem III. orkutilskipunin er sérlega varasöm fyrir ísland? Auk þess gera þessi tilteknu ákvæði það ómögulegt fyrir Ísland að takmarka útflutning um sæstreng vegna varúðarsjónarmiða eða nokkurs annars. Það er þannig ekki hægt að takmarka útflutning við ótryggða orku án virkra laga um auðlindastýringu.

ANR: Loks er rétt að árétta að þriðji orkupakkinn breytir engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nýtur niðurgreiðslna á verulegum hluta af flutnings- og dreifikostnaði raforku. Þess má einnig geta að iðnaðarráðherra skipaði síðastliðið vor starfshóp til að fara yfir raforkumál garðyrkjubænda.

Svar EBE:
Þetta er löngu vitað. Þessi tilkynning er sama marki brennd og aðrar frá ráðuneytum landsins. Opinber röksemdafærsla ráðuneytanna sýnir, að gera verður ráð fyrir að allar reglugerðir í framtíðinni verða samþykktar með þeim rökum sem sjást í þessari athugasemd ráðuneytisins og öðrum rökum sem frá ráðuneytunum hafa komið.

Meðal þeirra reglugerða sem er væntanleg er (sjá:) reglugerð nr. 347/2013 sem tekur ákvörðunina úr höndum Alþingis  og veitir Framkvæmdastjórn ESB umboð til að taka hana með því að setja hana inn á Union List, sem þegar hefur verið gert. Við verðum við skyldug til að setja sæstrengstengingarnar og viðeigandi kerfisstyrkingar inn í okkar eigin kerfisáætlun, en strengurinn sjálfur verður lagður í einkaframkvæmd, sem við verðum að leyfa. 

Reglugerð nr. 347/2013 er hrein viðbót við reglugerðir nr. 713/2009 og nr. 714/2009. Dettur einhverjum til hugar að viðbótarreglugerð sem samþykkt var fyrir fimm árum verði sett á milli þilja og taki ekki gildi með upprunalegu reglugerðunum?

Það er í meira lagi undarlegt, að stjórnvöld virðast ekki einu sinni vita af þessu.

ps.

Allt tal um að setja sérreglur um grænmetisbændur vegna raforku stenst enga skoðun. Samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins þá leyfi þær ekki að eitt ríki geri sér hlunnindasamninga við einstaka framleiðendur heldur skulu þau hlunnindi gilda fyrir alla innan ESB. Ráðuneyti hafa falið sig á bak við það að t.d. undanskilja grænmetisbændur frá því að greiða vsk. Er einhver skynsemi í því að ein stétt greiði ekki vsk heldur skuli bara hinir greiða vsk, hvar endar það og hver vill þannig kerfi? Einhver í embættismannakerfinu kom með þá bráðsnjöllu hugmynd (að eigin áliti) að grænmetisframleiðendur yrðu mun sterkari á eftir því þeir gætu þá myndað samtök og knúið fram hagstætt raforkuverð í krafti stærðarinnar en þá ættu sennilegast allir framleiðendur innan ESB að vera í þeim hópi?

Landsvirkjun hefur nú sagt upp öllum samningum við grænmetislandbúnaðinn, sem þeir höfðu um raforku utan álagstíma. Það er skv. ESB reglugerðum að ekki megi mismuna einni stétt innan ESB því það sama skuli gilda sama fyrir alla innan ESB. Einfalt ekki satt?

Deila þessu: