Jón Baldvin segir þriðja orkupakkann Íslandi óviðkomandi

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra var í viðtali við Útvarp Sögu 2. nóvember 2018 og ræddi þar meðal annars þriðja orkupakkann. Jón Baldvin sagði meðal annars að „Aðildarríki EES geta hafnað löggjöf á ákveðnum sviðum sem þau telja ganga gegn sínum hagsmunum“. Hann bætti einnig við „Orkupakkinn kemur okkur ekkert við. Lítið á landakortið. Ísland hefur engin tengsl við orkumarkað ESB.“  Jón Baldvin er eindregið þeirrar skoðunar að ekki eigi að innleiða þriðja orkupakkan í íslenskan rétt og ekki eigi að flytja orkuna út um sæstreng. Viðtalið við Jón Baldvin má heyra í heild hér.

Deila þessu: