Eftir Elías Elíasson
Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember 2018
Það heyrist ítrekað frá ráðamönnum þjóðarinnar að best sé að samþykkja þriðja orkupakkann eins og hann er, en fást við sæstrenginn þegar það kemur upp. Það mundi setja EES-samninginn í uppnám að fella pakkann núna, segja menn. Sú hugmynd heyrðist frá formanni Sjálfstæðisflokksins að setja lög sem krefjast samþykkis Alþingis fyrir sæstreng og láta síðan reyna á þau þegar þar að kemur. Þessar hugmyndir byggjast á vanþekkingu og mér er spurn, hver ber ábyrgð á því að ráðamenn fái allar þær upplýsingar sem þarf til að móta afstöðu í þessu stóra máli.
Lesa áfram „Að ýta vanda orkupakkans á undan sér eykur vandann“