Mikill kraftur á Íslandi í baráttunni gegn ACER

Kat­hrine Kleve­land,
leiðtogi Nei til EU í Nor­egi 

Kat­hrine Kleve­land, leiðtogi Nei til EU í Nor­egi: 
„Bæði Nor­eg­ur og Ísland hafa ákveðið að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins og þá vil ég meina að bæði lönd­in hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að hafna valda­framsali til ESB. Þetta mál snýst um af­sal full­veld­is,“ seg­ir Kleve­land sem bend­ir á að það sé hlut­verk sam­tak­anna að vinna gegn full­veld­is­framsali til Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Lesa áfram „Mikill kraftur á Íslandi í baráttunni gegn ACER“
Deila þessu:

Elliði Vignisson hafnar orkupakka ESB

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi

Elliði Vignisson:
“Það hefur verið fráleitt að hlusta stuðningsmenn OP3 stilla þeim sem hafa uppi efasemdir, sem andstæðingum samstarfs við aðrar þjóðir. Eða að þar með vilji þeir uppsögn á EES samningnum. Slík strámennska skilar ekki árangri. Við, eins og aðrar þjóðir, þurfum að eiga í samstarfi en eðlileg krafa er að slíkt samstarf sé tvíhliða og að í því felist ekki framsal á rétti þjóðarinnar til sjálfstærar ákvörðunartöku í mikilvægum málum,“ segir hann.

Lesa áfram „Elliði Vignisson hafnar orkupakka ESB“
Deila þessu:

ESB höfðar mál gegn Ungverjalandi og Þýskalandi vegna 3. orkupakkans

Fánaborg ESB í Brussel

Nýverið höfðaði ESB mál gegn Belgíu vegna 3. orkupakkans eins og allir vita. Færri vita að fyrir um ári síðan höfðaði ESB samskonar eða svipað mál gegn Ungverjalandi og Þýskalandi, eins og menn geta lesið um á slóðinni hér fyrir neðan. Hverju geta þá Íslendingar átt von á eftir samþykkt 3. orkupakkans? 

Nánar hér

Deila þessu:

Sýnileg andstaða

Nokkrir framtakssamir andstæðingar orkupakkans tóku sig til og settu saman bækling sem var dreift með fríblaði Morgunblaðisin inn á velflest heimili bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi.

Í bæklingnum er vísað á undirskriftarlista þar sem er skorað annars vegar á forsætisráðherra og hins vegar forseta Íslands að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann. Á sex síðum bæklingsins er farið yfir helstu hliðar pakkans undir eftirtöldum kaflaheitum:

  • Þriðji orkupakkinn
  • Hækkun raforkuverðs
  • Fyrirvari
  • Sæstrengur
  • Umhverfisáhrif
  • Við megum hafna

Þeir, sem fengu ekki bæklinginn en vilja kynna sér innihald hans, geta skoðað hann hér:

Límmiðar í bíla

Það eru nokkur stór verkefni framundan hjá Orkunni okkar, núna í ágústmánuði, við að vekja athygli á því sem mælir á móti innleiðingu orkupakkans. Ein leiðin til að vekja bæði athygli á málstaðnum og styrkja samtökin við að halda mótrökunum á lofti er að kaupa límmiða í bílinn.

Límmiðinn er 3,3×10 sm á stærð og kostar 2.000,- krónur

Hægt er að panta límmiða með því að senda póst á orkanokkar@gmail.com Samtökin reiða sig eingöngu á frjáls framlög frá stuðningsfólki til að koma málstaðnum á framfæri með auglýsingum, útgáfu og fundarhöldum (sjá hér). Nokkur slík verkefni eru á áætlun og verða þau kynnt jafnóðum og sýnt er að safnast hafi fyrir þeim.

Þess vegna minnum við líka á bankareikninginn okkar.

  • Bankareikningur: 0133-26-200065
  • Kennitala: 531118-1460

Rammi á Facebook

Þeim sem eru á Facebook, og vilja gera andstöðuna gegn orkupakkanum sýnilega þar, er bent á að það er kominn nýr rammi sem er tilvalið að skella á forsíðumyndina a.m.k. strax eftir gleðigöngudaginn. Smelltu á þessa krækju til á ná í rammann.

Deila þessu:

Hver ber ábyrgð á 3. orkupakka ESB?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og f.v. forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvetur Sjálfstæðismenn til að taka upp „sjálfstæðisstefnuna“ í orkupakkamálinu og standa vörð um fullveldið.

Þetta kemur fram í hugleiðingu sem Sigmundur birtir á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er fundur sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt um þriðja orkupakkann og fleira í Valhöll fyrr í dag.

Lesa áfram „Hver ber ábyrgð á 3. orkupakka ESB?“
Deila þessu: