Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakka ESB

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakkannGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fv. utanríkisráðherra, hefur óskað eftir því í utanríkismálanefnd Alþingis, að unnin verði skýrsla eða greinargerð um áhrif fjórða orkupakkans. Sem kunnugt er, stendur til að afgreiða innleiðingu þriðja orkupakkans nú í lok mánaðarins.

Lesa áfram „Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakka ESB“
Deila þessu:

ESB stefnir Belgíu vegna 3. orkupakkans

Orkumálastjóri ESB

Belgía hefur þegar tengst Orkukerfi Evrópu en neitar að falla undir ACER (eins og íslenskir ráðamenn segja að þeir þurfi ekki að gera vegna þess að Ísland verður ekki TENGT). EN ESB sættir sig ekki við þá skýringu því þarna skiptir TENGILEYSIÐ engu máli. Hvernig ætlar Alþingi að túlka þetta?

Nánar á fréttavef Mbl þ. 6. ágúst 2019

og á fréttavef ESB:

Deila þessu:

Límmiða í afturgluggann á bílnum?

Nú getur þú keypt límmiða í bílinn þinn og styrkt samtökin í leiðinni. „Samtökin munu nota framlögin til að kosta vefsíðu, opna fundi, gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga.“ (sjá meira)

Upplýsingar um verð og bankanúmer ásamt kennitölu

Miðar eru pantaðir með því að senda póst á orkanokkar@gmail.com Varðandi staðfestingu á greiðslu þá má senda hana:

  • með SMS-i í síma 849 77 16 um leið og þú greiðir
  • á póstfangið orkanokkar@gmail.com um leið og þú greiðir
  • sem skjáskot af staðfestingunni á sama póstfang
  • sýna greiðslustaðfestinguna við afhendingu

Það er líka hægt að staðgreiða við afhendingu. Þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu geta nálgast miða á tveimur stöðum:

  • hjá Rakel sem býr í Grafarvoginum. Sími: 849 77 16
  • hjá Elinóru Ingu sem býr í póstfangi 108. Sími 898 46 61

Nánari upplýsingar í staðfestingarpósti eða símtali við aðra hvora. Miðar verða póstsendir til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og eru þeir því beðnir um að láta upplýsingar um heimilisfang fylgja með í pöntuninni.

Ef þú ert á Instagram væri gaman að sjá myndir inni á #orkanokkar Við erum með sama myllumerki/hastag á Twitter.

Deila þessu:

Tvær spurningar til Bjarna Más frá Þórarni

Arnar Þór Jónsson

Undanfarna daga hafa töluverðar umræður spunnist um skrif lögfræðinganna Arnars Þórs Jónssonar og Bjarna Más Magnússonar um álitamál sem varða 3. orkupakkann.

Bjarni Már, sem er fylgjandi innleiðingu orkupakkans, birti grein í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag. Í tilefni hennar benti Arnar Þór, sem er á móti innleiðingunni, honum á þrjú lögfræðileg grundvallaratriði varðandi EES-samningin og þjóðarrétt. Þetta gerir hann í stöðuuppfærslu á Facebook sem lýkur á þessari afleiddu niðurstöðu um grein Bjarna:

Með vísan til alls þessa tel ég að grein Bjarna Más sé ekki málefnalegt innlegg í umræðu um þriðja orkupakkann

Í nýjustu stöðuuppfærslu Arnars Þórs vekur hann athygli á tveimur spurningum til Bjarna Más. Spurningarnar eru settar fram við fyrrgreinda stöðufærslu Arnars Þórs og koma frá Þórarni Einarssyni.

lesa áfram
Deila þessu: