Sýnileg andstaða

Nokkrir framtakssamir andstæðingar orkupakkans tóku sig til og settu saman bækling sem var dreift með fríblaði Morgunblaðisin inn á velflest heimili bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi.

Í bæklingnum er vísað á undirskriftarlista þar sem er skorað annars vegar á forsætisráðherra og hins vegar forseta Íslands að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann. Á sex síðum bæklingsins er farið yfir helstu hliðar pakkans undir eftirtöldum kaflaheitum:

  • Þriðji orkupakkinn
  • Hækkun raforkuverðs
  • Fyrirvari
  • Sæstrengur
  • Umhverfisáhrif
  • Við megum hafna

Þeir, sem fengu ekki bæklinginn en vilja kynna sér innihald hans, geta skoðað hann hér:

Límmiðar í bíla

Það eru nokkur stór verkefni framundan hjá Orkunni okkar, núna í ágústmánuði, við að vekja athygli á því sem mælir á móti innleiðingu orkupakkans. Ein leiðin til að vekja bæði athygli á málstaðnum og styrkja samtökin við að halda mótrökunum á lofti er að kaupa límmiða í bílinn.

Límmiðinn er 3,3×10 sm á stærð og kostar 2.000,- krónur

Hægt er að panta límmiða með því að senda póst á orkanokkar@gmail.com Samtökin reiða sig eingöngu á frjáls framlög frá stuðningsfólki til að koma málstaðnum á framfæri með auglýsingum, útgáfu og fundarhöldum (sjá hér). Nokkur slík verkefni eru á áætlun og verða þau kynnt jafnóðum og sýnt er að safnast hafi fyrir þeim.

Þess vegna minnum við líka á bankareikninginn okkar.

  • Bankareikningur: 0133-26-200065
  • Kennitala: 531118-1460

Rammi á Facebook

Þeim sem eru á Facebook, og vilja gera andstöðuna gegn orkupakkanum sýnilega þar, er bent á að það er kominn nýr rammi sem er tilvalið að skella á forsíðumyndina a.m.k. strax eftir gleðigöngudaginn. Smelltu á þessa krækju til á ná í rammann.

Deila þessu: