Er sannleikurinn um þriðja orkupakkann móðgun í augum Alþingis?

Arnar Þór Jónsson

Arn­ar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þ. 15. ágúst 2019 vegna umræðna um 3. orkupakka ESB. Þar benti hann þingmönnum kurteislega á þá staðreynd, að það er Alþingi Íslendinga, sem á að fara með lög­gjaf­ar­valdið hér á landi, en ekki „er­lend nefnd“ (á vegum ESB).

„Við eig­um ekki að lúta því að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in fái tak á lög­gjaf­ar­vald­inu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um und­anþágur eða mót­mæla og gæta okk­ar hags­muna með sóma­sam­leg­um hætti,“ sagði Arn­ar Þór.

„Þetta snýst ekk­ert um að þora. Þetta er bara mjög móðgandi,“ sagði Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir lotustuðningsmaður VG þá. 

Harkaleg viðbrögð nefndarmanna vekja upp ýmsar spurningar. Eru nefndir Alþingis einungis að leita eftir „réttum“ svörum og álitum eða er þetta einungis eitt form af einelti?

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 16. ágúst 2019

Deila þessu:

Sérfræðinefnd Orkunnar okkar kynnir nýja skýrslu

Sérfræðinefnd Orkunnar okkar boðar til opins blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 15:00. Tilefnið er útgáfa skýrslu um áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins sem samin er af átta sérfræðingum sem allir hafa mikla þekkingu og reynslu af ýmsum hliðum efnahagsmála, orkumála og þjóðarréttar.

Helstu efnisatriði skýrslunnar verða kynnt á fundinum ásamt mikilvægustu niðurstöðum skýrsluhöfunda. Í skýrslunni er farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins. Þar er líka fjallað um lögfræðileg álitamál ásamt því að upplýsa um stjórnmálalegan þátt innleiðingar þess orkupakka sem til stendur að Alþingi afgreiði um næstu mánaðamót.

Höfundar skýrslunnar eru níu en ritsjórn og umsjónarmaður útgáfunnar komu einnig að textanum

Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson ritstýrðu verkinu en Erlendur Borgþórsson hafði umsjón með skýrslugerðinni og útgáfunni. Aðalhöfundar efnisins eru:

  • Bjarni Jónsson, verkfræðingur
  • Elías B. Elíasson, verkfræðingur
  • Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur
  • Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra
  • Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra
  • Ragnar Árnason, prófessor
  • Sigurbjörn Svavarsson, framkvæmdastjóri
  • Stefán Arnórsson, prófessor
  • Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri

Heildarniðurstaða skýrsluhöfunda er sú að það sé rökrétt að Alþingi hafni upptöku 3. orkupakka ESB á þeirri forsendu að upptaka orkupakkans í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru. Mjög mikilvægt er að málið verði rækilega kynnt almenningi í fjölmiðlum. Einnig er lagt til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

Tilefni skýrslunnar er að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun í orkumálum sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslenska lýðveldisins. Málið varðar skipan raforkumála í landinu um fyrirsjáanlega framtíð og yfirráð yfir orkulindum þjóðarinnar.

Skýrslan ásamt heimildaskrá,  og líka prentvænni og styttri útgáfu hennar, verður gerð aðgengileg hér á vef Orkunnar okkar en samtökin eru útgefendur og ábyrgðarmenn verksins.

Deila þessu:

Er framsókn að bakka í orkupakkamálinu?

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og afturhald.

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins

„Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing 3 orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embættismenn þar sem hagsmunir heildarinnar ættu að vera að leiðarljósi.“
„Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kringum það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni.

Lesa áfram „Er framsókn að bakka í orkupakkamálinu?“
Deila þessu:

Viltu aðstoða okkur við dreifingu?

Nú þegar um hálfur mánuður er fram að þingstubbnum, þar sem gert er ráð fyrir að 3. orkupakkinn verði afgreiddur, blæs Orkan okkar til víðtækari kynninga á þeim margvíslegu rökum sem mæla gegn áframhaldandi innleiðingu orkulaggjafar ESB.

Heilsíðuauglýsingin í Mogganum í dag

Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum, sem samtökin hafa tekið saman, fyrir því að hafna pakkanum. Á morgun er von á dreifildi úr prentum þar sem sömu ástæður eru taldar.

Okkur vantar fólk til að aðstoða okkur við dreifinguna. Ef þú vilt aðstoða okkur þá er búið að stofna hóp á Facebook. Þeir sem eru tilbúnir til að dreifa eru hvattir til að smella á þessa krækju og sækja um inngöngu í hópinn. Þeir sem eru ekki á Facebook geta sent okkur póst á orkanokkar@gmail.com

Eins má minna á plakötin en það eru enn þá 250 eintök af þeim eftir (lesa meira um þau hér). Svo minnum við á límmiða í bíla fyrir þá sem vilja styrkja okkur í viðspyrnunni gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB (lesa meira um þá hér).

Deila þessu: