500 plaköt farin í dreifingu

Af 1.000 plakötum eru 500 farin í dreifingu. Bæði karlar og konur hafa sett sig í samband við okkur og sótt plaköt til upphengingar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Eins höfum við sent plaköt norður í Húnavatnssýslu, Akureyri og Húsavík.

Plaköt tilbúin til sendingar og komin upp á ólíkum stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Enginn hefur þó verið eins stórvirkur í upphengingjunum eins og amman úr Mosfellsbænum sem er búin að hengja upp 70 plaköt á undanförnum dögum. Þegar við vildum þakka henni fyrir, fyrir hönd samtakanna svaraði hún að bragði: „Ég er ekki að þessu fyrir ykkur. Ég er að þessu fyrir afkomendur mína.“

Það vantar enn þá fólk til að hengja upp á nokkrum stöðum á landinu. Þar má nefna Vestfirði, Snæfellsnes, Reykjanes og Suðausturhornið. Það vantar líka fólk til að dreifa á nokkrum stöðum á Austfjörðum og einnig í bæjum og þorpum út með Eyjafirði og á Tröllaskaga.

Búinn hefur verið til viðburður í kringum dreifinguna á plakötunum og eru áhugasamir hvattir til að melda sig á hann. Þar er einning hægt að finna nákvæmari upplýsingar um það hvar vantar fólk til að hengja upp og hvert er hægt að snúa sér til að nálgast plaköt. Eins má benda á frétt um útgáfu plakatanna frá því í síðustu viku.

Deila þessu: