fbpx

Yfirgnæfandi meirihluti á móti orkupakkanum

Samkvæmt niðurstöum könnunar sem Orkan okkar gerði, á læksíðu samtakanna á Facebook, eru 93% á móti innleiðingu 3. orkupakkans en ekki nema 7% sem eru fylgjandi. Þessi mikla andstaða þarf ekki að koma á óvart þó hún sé ívið hærri en niðurstöður annarra kannanna hafa sýnt.

Spurt var: Ertu með eða á móti innleiðingu 3. orkupakkans. Rúmlega 1.200 tóku þátt.

Könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn fyrir rúmu ári síðan leiddi í ljós að 81% var „and­víg­ur því að frek­ara vald yfir orku­mál­um á Íslandi verði fært til evr­ópskra stofn­ana.“ (frétt á mbl.is frá 13. maí 2018)

Könnun MMR sem var gerð í kringum mánaðarmót apríl/maí á þessu ári leiddi það í ljós að 62% voru á móti áformum „ríkisstjórnarinnar um valdaafsal í orkumálum.“ (frétt á bbl.is frá 17. maí 2019) á þeim tíma.

Deila þessu:

Verið að samþykkja óheft flæði raf­orku

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arn­ar Þór Jóns­son:
„Með þriðja orkupakk­an­um verður ekki bet­ur séð en að við séum að játa okk­ur und­ir það og festa það í sessi að raf­orka, eins og hver önn­ur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vör­um er fyr­ir hendi, skil­grein­ing á raf­orku sem vöru er fyr­ir hendi, en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa.“ segir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og fyrr­ver­andi dós­ent við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík

Tek­ur Arn­ar Þór und­ir með þeim Stefáni Má Stef­áns­syni, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, og Friðrik Árna Friðriks­syni Hirst lands­rétt­ar­lög­manni að lög­fræðilega rétta leiðin í mál­inu með hliðsjón af EES-samn­ingn­um sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakk­ann með því að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni og vísa þar með mál­inu aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt væri óska eft­ir laga­lega bind­andi und­anþágum. Fyr­ir­vari rík­is­stjórn­ar­inn­ar ætti sér hins veg­ar enga slíka stoð í samn­ingn­um.

Nánar á vefsíðu Mbl.is þ. 6. júní 2019

Deila þessu:

Norðmenn deila við ESA um yfirráð ríkisins yfir vatnsaflsvirkjunum

Vatnsaflsvirkjun

Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hafnar því í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þann 4. maí, að framleiðsla vatnsafls geti verið háð þjónustutilskipun Evrópusambandsins (ESB). Frá þessu greinir norski miðillinn abcnyheter. 

Í því tilviki þýðir það m.a. að allir fjárfestar frá ESB- eða EES-löndum gætu átt norska vatnsaflsvirkjun. Uppbygging og rekstur vatnsaflsvirkjana er ekki þjónusta eins og skilgreint er í þjónustutilskipun ESB, en nýting náttúruauðlinda er ákveðin nánar af ríkisstjórn landsins.

ESA, með tillögu sinni í bréfi dagsettu 30. apríl, gæti komið í veg fyrir áætlun Norðmanna um að hið opinbera, með nokkrum tímabundnum undantekningum, eigi vatnsorkuna.

Það liggur nú á borði ESA að taka tillit til þess hvort stofnunin samþykki afstöðu Norðmanna eða reyni að afturkalla leyfisveitinguna, þar með talda endurheimt einkavirkjana til ríkisins. Ef ESA stendur fast á sínu, þá mun málið að lokum þurfa að verða leyst fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.

Nánar á vef Viljans 6. júní 2019

Deila þessu:

Afgerandi meirihluti vill fresta orkupakkanum

Niðurstöður könnunar sem var gerð á læksíðu Orkunnar okkar á Facebook eru að 87% vilja fresta umræðum og og afgreiðslu orkupakka 3 til næsta hausts. 13% eru því andvígir.

Í könnuninni tóku þáttakendur afstöðu til eftirfarandi staðhæfingar: „Ég er sammála þeim sem hafa lagt til að fresta umræðum og afgreiðslu Alþingis á orkupakka 3 til næsta hausts.“ Hægt var að svara JÁ eða NEI.

Rúmlega 2.100 tóku þátt í könnuninni.. Samkvæmt niðurstöðunum er yfirgnæfandi meirihluti með frestun til næsta hausts eða rúmlega 1.800 sem eru 87% þátttakenda.

Það sem mælir með frestun er að almenningi og öðrum gefst þar með svigrúm og tækifæri til að kynna sér betur um hvað orkupakkamálið snýst, innihald orkupakka 3 og næstu pakka sem eru væntanlegir í kjölfar hans. Það er ljóst að kynning á tilgangi og afleiðingum orkulagabálks ESB í íslensk lög er verulega ábótavant.

Þeim, sem styðja frestunina og vilja freista þess að hafa áhrif á dagskrá þingsins, skal bent á að inni á Facebook er hægt að skora á forseta Alþingis um fresta orkupakkamálinu. Í áskoruninni segir meðal annars:

Við sem setjum like á þessa síðu skorum á forseta Alþingis, sem og formenn ríkisstjórnarflokkanna, að taka þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann af dagskrá þingsins og fresta afgreiðslu málsins fram á haust.

Smelltu á krækjuna til að komast inn á síðuna og líka við hana.

Deila þessu:

Síðasti útifundurinn í bili

Þriðji útifundurinn um orkupakkamál var haldinn á Austurvelli í dag í blíðskaparveðri. Framsögumennirnir voru fjórir en fundinum stýrði Haraldur Ólafsson.

Framsögumennirnir: Guðlaug Kristbjörg Kristinssdóttir, Þorvarldur Þorvaldsson, Sverrir Ómar Victorsson og Rakel Sigurgeirsdóttir

Fundurinn fór vel fram en ekki var fjölmennt á fundinum. Að fundi loknum var ákveðið að hvíla frekara útifundahald og huga frekar að borgarafundi með fræðsluerindum um orkupakkamálið.

Endanlegrar ákvörðunar um slíkan fund er að vænta á allra næstum dögum. Fundurinn yrði væntanlega auglýstur með myndarlegri hætti en útifundirnir. Þeir sem viðja styðja samtökin til borgarafundarhalds er bent á reikningsupplýsingar samtakanna.

Bankareikningur: 133-26-200065
kennitala samtakanna: 531118-1460

Deila þessu: