Verið að samþykkja óheft flæði raf­orku

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arn­ar Þór Jóns­son:
„Með þriðja orkupakk­an­um verður ekki bet­ur séð en að við séum að játa okk­ur und­ir það og festa það í sessi að raf­orka, eins og hver önn­ur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vör­um er fyr­ir hendi, skil­grein­ing á raf­orku sem vöru er fyr­ir hendi, en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa.“ segir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og fyrr­ver­andi dós­ent við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík

Tek­ur Arn­ar Þór und­ir með þeim Stefáni Má Stef­áns­syni, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, og Friðrik Árna Friðriks­syni Hirst lands­rétt­ar­lög­manni að lög­fræðilega rétta leiðin í mál­inu með hliðsjón af EES-samn­ingn­um sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakk­ann með því að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni og vísa þar með mál­inu aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt væri óska eft­ir laga­lega bind­andi und­anþágum. Fyr­ir­vari rík­is­stjórn­ar­inn­ar ætti sér hins veg­ar enga slíka stoð í samn­ingn­um.

Nánar á vefsíðu Mbl.is þ. 6. júní 2019

Deila þessu:

Norðmenn deila við ESA um yfirráð ríkisins yfir vatnsaflsvirkjunum

Vatnsaflsvirkjun

Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hafnar því í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þann 4. maí, að framleiðsla vatnsafls geti verið háð þjónustutilskipun Evrópusambandsins (ESB). Frá þessu greinir norski miðillinn abcnyheter. 

Í því tilviki þýðir það m.a. að allir fjárfestar frá ESB- eða EES-löndum gætu átt norska vatnsaflsvirkjun. Uppbygging og rekstur vatnsaflsvirkjana er ekki þjónusta eins og skilgreint er í þjónustutilskipun ESB, en nýting náttúruauðlinda er ákveðin nánar af ríkisstjórn landsins.

ESA, með tillögu sinni í bréfi dagsettu 30. apríl, gæti komið í veg fyrir áætlun Norðmanna um að hið opinbera, með nokkrum tímabundnum undantekningum, eigi vatnsorkuna.

Það liggur nú á borði ESA að taka tillit til þess hvort stofnunin samþykki afstöðu Norðmanna eða reyni að afturkalla leyfisveitinguna, þar með talda endurheimt einkavirkjana til ríkisins. Ef ESA stendur fast á sínu, þá mun málið að lokum þurfa að verða leyst fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.

Nánar á vef Viljans 6. júní 2019

Deila þessu:

Afgerandi meirihluti vill fresta orkupakkanum

Niðurstöður könnunar sem var gerð á læksíðu Orkunnar okkar á Facebook eru að 87% vilja fresta umræðum og og afgreiðslu orkupakka 3 til næsta hausts. 13% eru því andvígir.

Í könnuninni tóku þáttakendur afstöðu til eftirfarandi staðhæfingar: „Ég er sammála þeim sem hafa lagt til að fresta umræðum og afgreiðslu Alþingis á orkupakka 3 til næsta hausts.“ Hægt var að svara JÁ eða NEI.

Rúmlega 2.100 tóku þátt í könnuninni.. Samkvæmt niðurstöðunum er yfirgnæfandi meirihluti með frestun til næsta hausts eða rúmlega 1.800 sem eru 87% þátttakenda.

Það sem mælir með frestun er að almenningi og öðrum gefst þar með svigrúm og tækifæri til að kynna sér betur um hvað orkupakkamálið snýst, innihald orkupakka 3 og næstu pakka sem eru væntanlegir í kjölfar hans. Það er ljóst að kynning á tilgangi og afleiðingum orkulagabálks ESB í íslensk lög er verulega ábótavant.

Þeim, sem styðja frestunina og vilja freista þess að hafa áhrif á dagskrá þingsins, skal bent á að inni á Facebook er hægt að skora á forseta Alþingis um fresta orkupakkamálinu. Í áskoruninni segir meðal annars:

Við sem setjum like á þessa síðu skorum á forseta Alþingis, sem og formenn ríkisstjórnarflokkanna, að taka þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann af dagskrá þingsins og fresta afgreiðslu málsins fram á haust.

Smelltu á krækjuna til að komast inn á síðuna og líka við hana.

Deila þessu:

Síðasti útifundurinn í bili

Þriðji útifundurinn um orkupakkamál var haldinn á Austurvelli í dag í blíðskaparveðri. Framsögumennirnir voru fjórir en fundinum stýrði Haraldur Ólafsson.

Framsögumennirnir: Guðlaug Kristbjörg Kristinssdóttir, Þorvarldur Þorvaldsson, Sverrir Ómar Victorsson og Rakel Sigurgeirsdóttir

Fundurinn fór vel fram en ekki var fjölmennt á fundinum. Að fundi loknum var ákveðið að hvíla frekara útifundahald og huga frekar að borgarafundi með fræðsluerindum um orkupakkamálið.

Endanlegrar ákvörðunar um slíkan fund er að vænta á allra næstum dögum. Fundurinn yrði væntanlega auglýstur með myndarlegri hætti en útifundirnir. Þeir sem viðja styðja samtökin til borgarafundarhalds er bent á reikningsupplýsingar samtakanna.

Bankareikningur: 133-26-200065
kennitala samtakanna: 531118-1460

Deila þessu:

Þér er boðið á útifund á Austurvelli

Þriðji útifundurinn um orkupakkamálið verður haldinn á Austurvelli núna á laugardaginn (1. júní). Fundurinn hefst klukkan 14:00 og lýkur klukkutíma síðar.

Það eru Orkan okkar og óformlegur félagsskapur Gulvestunga sem boða til fundarins. Tilefnið er áskorun til þingmanna um að hafna orkupakkanum eða að minnsta kosti fresta afgreiðslu hans til haustsins. Mörg gögn hafa verið dregin fram í dagsljósið að undanförnu og mörgum spurningum er enn ósvarað.

Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook vegna útifundarins og eru allir hvattir til að bjóða á hann, deila honum og auðvitað mæta. Framsögumennirnir verða fjórir á fundinum en Haraldur Ólafsson sér um fundarstjórnina. Sjá nánar á viðburðinum inni á Facebook.

Deila þessu: