Breskir fjárfestar vilja fjármagna sæstreng

Á vef mbl.is er sagt frá áformum breska félagsins Atlatic Superconnection Corporation (ASC) sem miðar að því að setja upp 1000 km langan sæstreng til Íslands. Verkefnið muni kosta 500 milljarða króna. Á fundi sem haldinn var á vegum Kjarnans og Íslenskra Verðbréfa hélt Charles Hendry, ráðgjafi og fyrrv. orkumálaráðherra Bretlands erindi, en hann er einn þeirra sem leiða það. Sagt er frá því að Hendry, hafi sem ráðherra undirritað viljayfirlýsingu við íslensk stjórnvöld um skoðun mögulegs sæstrengs milli landanna. Síðan hafi hann heimsótt landið nokkrum sinnum til að ræða við ráðamenn í tengslum við verkefnið. Nánar á mbl.is

Deila þessu:

Tilbúinn að fjármagna sæstreng

Mbl.is sagði frá því 9. febrúar 2014 að Edmund Truell, framkvæmdastjóri breska fjármálafyrirtækisins Tungsten Corporation, hafi áhuga á því að koma á raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands og hann hafi stofnað féalgið Atlantic Supergrid til að standa að fjármögnun. Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orkumála í Bretlandi sé þar í stjórn. Sjá nánar í frétt mbl.is

Deila þessu:

Ráðstefna í London um sæstreng til Íslands

Charles Hendry flytur erindi sitt

Raforkustrengur milli Íslands og Bretlands var helsta umfjöllunarefni ráðstefnu Bresk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór 1. nóvember 2013 í London. Breski þingmaðurinn og fyrrum orkumálaráðherra, Charles Hendry sagðist sannfærður um að í Bretlandi væri pólitískur vilji til að skoða málið í þaula. Paul Johnson forstöðumarður þróunar hjá National Grid sagði Bretland þurfa að skoða fleiri sæstrengi til að efla orkuöryggi og hlut endurnýjanlegrar orku. Hann taldi National Grid hafa trú á sæstreng til Íslands, að það væri tæknilega framkvæmanlegt og ætti að geta reynst hagkvæmt. Sjá umfjöllun á vef Samorku og gögn ráðstefnunnar á vef Bresk Íslenska verslunarráðsins. Hér má sjá upptökur af erindum fyrirlesaranna. 

Deila þessu:

Ólafur Ragnar Grímson sagður ætla að skora á fjárfesta í London að styðja sæstreng

Ólafur Ragnar Grímsson

mbl.is segir þann 27. október 2013 frá frétt í Guardian þar sem boðað er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands muni í þessari viku halda ræðu í London og skora á fjárfesta að styðja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Nánar í frétt mbl.is Þess ber að geta að þessi frétt var borin til baka af embætti forsetans.

Deila þessu:

Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs

mbl.is segir frá því í frétt 26. júní 2013 að ráðgjafahópur um lagningu raforkustrengs til Bretlands hafi nú skilað tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðarráðherra. Hópurinn telji frekari upplýsingar þurfa svo hægt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks strengs. 

Lesa áfram “Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs”
Deila þessu:

Forstjóri Landsvirkjunar segir sæstreng skapa störf

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

Mbl.is skýrði þann 21 mars 2013 frá ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var sama dag í Hörpu. Fram kom í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar að sæstrengur milli Íslands og Bretlands myndi hafa fjölbreytt áhrif á íslenskt atvinnulíf og myndi ekki ógna stöðu stóriðjufyrirtækja hér á landi. Sagði hann sæstreng skapa fjölmörg áhugaverð störf, ekki síst fyrir verkfræðinga. Sjá nánar í frétt mbl.is 

Deila þessu:

Hafa áhuga á orku frá Íslandi

Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands

Í frétt Mbl.is 11. apríl 2012 er haft eftir Charles Hendry orkumálaráðherra Bretlands í vefriti Guardian, að Bretar hafi áhuga á að nýta sér raforku frá Íslandi. Hendry segir að Bretar hafi átt alvarlegar viðræður við íslensk stjórnvöld um þetta mál og þau séu áhugasöm. Hann hafi einnig rætt við forstjóra Landsvirkunar. Nánar í frétt mbl.is 

Deila þessu: