Vill að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á sæ­streng

Breski fjár­fest­ir­inn Edi Tru­ell, sem fer fyr­ir fyr­ir­tæk­inu Atlantic Superconn­ecti­on, vill að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem geri Bret­um kleift að sækja raf­orku til Íslands í gegn­um sæ­streng. Fjallað er um málið á vef The Times í dag.  Þar seg­ir að Tru­ell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bret­lands, en Tru­ell seg­ir að öll fjár­mögn­un liggi fyr­ir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórn­valda.  Greint hef­ur verið frá því, að Atlantic Superconn­ecti­on Corporati­on sé heiti á fé­lagi breskra fjár­festa sem miði að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra lang­an sæ­streng til Íslands.

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 27. maí 2019

Deila þessu:

Áskorun útifundar á Austurvelli

Orkan okkar og Gulvestungar stóðu fyrir útifundi á Austurvelli í dag. Fundurinn stóð frá klukkan tvö til þrjú. Frummælendur á fundinum voru: Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Vigdís Haukdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.

Talið fra´vinstri: Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Haraldur Ólafsson

Bæði frummælendur á fundinum og fundargestir eru alfarið á móti því að 3. orkupakki ESB verði innleiddur í íslensk lög. Lágmarkskrafan er að afgreiðslu hans verði frestað fram til næsta haust. Í lok fundarins var eftirfarandi áskorun til Alþingis lesin upp fyrir fundinn og hún samþykkt:  

Útifundur á Austurvelli beinir því til Alþingis að virða lög um hvíldartíma og skorar á Alþingi að taka orkupakka af dagskrá svo unnt verði að vinna málið betur eða fella það endanlega niður.

Deila þessu:

Afhending undirskrifta

Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tók á móti tæplega 14.000 undirskrifum þeirra sem hafa skrifað undir áskorun til þingmanna að hafna samþykkt á Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Fyrirvarinn til að safna undirskriftunum saman og ganga frá þeim til afhendingar var ekki langur en málið var tekið úr nefnd fyrir hádegi í gær. Rafrænu undirskriftirnar voru yfirfarnar og prentaðar út kl. 19:00 í gærkvöldi en ekki reyndist unnt að safna öllum eiginhandarundirritunum saman.

Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tekur við undirskriftunum úr höndum Frosta Sigurjónssonar

Undirskriftarsöfnunin heldur áfram þar til atkvæðagreiðsla um málið hefur farið fram. Krækja á undirskriftarsöfnunina.

Deila þessu:

Segja höfnun lögfræðilega rétta

Frá fundi Utanríkismálanefndar Alþingis

Vafi leik­ur á um hvort þriðji orkupakk­inn sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá vegna vald­framsals til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA). Þeirri leið sem ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur valið varðandi inn­leiðingu pakk­ans er hins veg­ar ætlað að úti­loka stjórn­skip­un­ar­vand­ann að svo stöddu.
Þetta sögðu þeir Friðrik Árni Friðriks­son Hirst lands­rétt­ar­lögmaður og Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, þegar þeir komu fyr­ir fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær. Þar gerðu þeir grein fyr­ir álits­gerð sinni um þriðja orkupakk­ann sem þeir unnu að beiðni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Nánar á vefsíðu Mbl 7. maí 2019

Deila þessu:

ASÍ leggst gegn orkupakkanum: „Feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna“

Drífa Snædal

Drífa Snædal forseti ASÍ um 3. orkupakka ESB:
„Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði,“ segir í umsögninni sem birtist á vef Alþingis í dag og er undirrituð af Drífu Snædal, forseta ASÍ.

„Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.“

Nánar á vefsíðu Stundarinnar þ. 29. apríl 2019

Deila þessu: