Ástæðurnar 5 komnar á plakat

Niðurstöður könnunar, sem Orkan okkar hrinti af stað og segir frá í þessari frétt, hafa vakið töluverða athygli á Facebook (smella hér til að sjá færsluna). Tilgangur könnunarinnar var að draga fram 5 mikilvægustu atriðin sem ráða andstöðu þeirra sem eru á móti 3. Um það bil 500 manns hafa tekið þátt þegar þetta er skrifað.

Strax hálfum sólarhring eftir að könnunin fór af stað voru komnar skýrar línur varðandi það hvernig atriðin 11 á listanum röðuðust. Fimm efstu atriðin voru sett upp á mynd og sett í dreifingu. Í framhaldinu fengum við sendar myndir þar sem framtakssamir einstaklingar höfðu prentað myndina út í A4-stærð og hengt upp á nokkrum stöðum.

Þetta ætti ekki að fara framhjá þeim sem fara þarna um

Nú höfum við sett þessi atriði á plakat og vistað sem pdf-skjal (sjá niðurhalshnapp hér fyrir neðan). Þeir sem hafa áhuga og tök á geta prentað skjalið út í litog dreift því eða hengt það upp á fjölförnum stöðum.

Deila þessu: