Svar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um virkjanir með uppsett afl allt að 10 MW.

Ólafur Ísleifsson alþingsimaður

Á árunum 2009–2018 voru gefin út 17 virkjanaleyfi fyrir vatnsaflsvirkjanir með uppsett afl allt að 10 MW. Nánari upplýsingar, m.a. hverjum voru veitt umrædd virkjanaleyfi, er að finna í fylgiskjali II.     
    Á sama tímabili voru gefin út fjögur virkjanaleyfi fyrir jarðvarmavirkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira og eitt með uppsett afl allt að 10 MW. Á tímabilinu hafa þrjú virkjanaleyfi verið gefin út fyrir vindorku og eru þau öll með uppsett afl undir 10 MW. 
Virkjanir með uppsett afl allt að 10 MW, sem reistar hafa verið á grundvelli framangreindra virkjanaleyfa, eru sem hér segir: 
Vatnsaflsvirkjanir:     Í fylgiskjali II er listi yfir þær vatnsaflsvirkjanir sem urðu að veruleika af þessum 17 virkjunarleyfum, ásamt staðsetningu og uppsettu afli. 
Vindorka:
    30 kW vindrafstöð í Belgsholti í Leirársveit.     1800 kW vindrafstöð á Hafinu fyrir ofan Búrfell. 
    1300 kW vindrafstöð í Þykkvabæ. 
Jarðvarmavirkjanir:
    2000 kW jarðvarmavirkjun (Flúðavirkjun) við Kópsvatni í Hrunamannahreppi. 

Nánar á vef Alþingis þ. 13. júní 2019

Deila þessu: