Síðasti útifundurinn í bili

Þriðji útifundurinn um orkupakkamál var haldinn á Austurvelli í dag í blíðskaparveðri. Framsögumennirnir voru fjórir en fundinum stýrði Haraldur Ólafsson.

Framsögumennirnir: Guðlaug Kristbjörg Kristinssdóttir, Þorvarldur Þorvaldsson, Sverrir Ómar Victorsson og Rakel Sigurgeirsdóttir

Fundurinn fór vel fram en ekki var fjölmennt á fundinum. Að fundi loknum var ákveðið að hvíla frekara útifundahald og huga frekar að borgarafundi með fræðsluerindum um orkupakkamálið.

Endanlegrar ákvörðunar um slíkan fund er að vænta á allra næstum dögum. Fundurinn yrði væntanlega auglýstur með myndarlegri hætti en útifundirnir. Þeir sem viðja styðja samtökin til borgarafundarhalds er bent á reikningsupplýsingar samtakanna.

Bankareikningur: 133-26-200065
kennitala samtakanna: 531118-1460

Deila þessu: