Þér er boðið á útifund á Austurvelli

Þriðji útifundurinn um orkupakkamálið verður haldinn á Austurvelli núna á laugardaginn (1. júní). Fundurinn hefst klukkan 14:00 og lýkur klukkutíma síðar.

Það eru Orkan okkar og óformlegur félagsskapur Gulvestunga sem boða til fundarins. Tilefnið er áskorun til þingmanna um að hafna orkupakkanum eða að minnsta kosti fresta afgreiðslu hans til haustsins. Mörg gögn hafa verið dregin fram í dagsljósið að undanförnu og mörgum spurningum er enn ósvarað.

Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook vegna útifundarins og eru allir hvattir til að bjóða á hann, deila honum og auðvitað mæta. Framsögumennirnir verða fjórir á fundinum en Haraldur Ólafsson sér um fundarstjórnina. Sjá nánar á viðburðinum inni á Facebook.

Deila þessu: