Afgerandi meirihluti vill fresta orkupakkanum

Niðurstöður könnunar sem var gerð á læksíðu Orkunnar okkar á Facebook eru að 87% vilja fresta umræðum og og afgreiðslu orkupakka 3 til næsta hausts. 13% eru því andvígir.

Í könnuninni tóku þáttakendur afstöðu til eftirfarandi staðhæfingar: „Ég er sammála þeim sem hafa lagt til að fresta umræðum og afgreiðslu Alþingis á orkupakka 3 til næsta hausts.“ Hægt var að svara JÁ eða NEI.

Rúmlega 2.100 tóku þátt í könnuninni.. Samkvæmt niðurstöðunum er yfirgnæfandi meirihluti með frestun til næsta hausts eða rúmlega 1.800 sem eru 87% þátttakenda.

Það sem mælir með frestun er að almenningi og öðrum gefst þar með svigrúm og tækifæri til að kynna sér betur um hvað orkupakkamálið snýst, innihald orkupakka 3 og næstu pakka sem eru væntanlegir í kjölfar hans. Það er ljóst að kynning á tilgangi og afleiðingum orkulagabálks ESB í íslensk lög er verulega ábótavant.

Þeim, sem styðja frestunina og vilja freista þess að hafa áhrif á dagskrá þingsins, skal bent á að inni á Facebook er hægt að skora á forseta Alþingis um fresta orkupakkamálinu. Í áskoruninni segir meðal annars:

Við sem setjum like á þessa síðu skorum á forseta Alþingis, sem og formenn ríkisstjórnarflokkanna, að taka þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann af dagskrá þingsins og fresta afgreiðslu málsins fram á haust.

Smelltu á krækjuna til að komast inn á síðuna og líka við hana.

Deila þessu: