Árni Árnason vélstjóri:
“Mér finnst felast í því mikill hroki og yfirdrepsskapur að kalla baráttu okkar gegn 3. orkupakk- anum „fellibyl í fingurbjörg“. Ef þetta er hugarfarið sem beitt er þegar efasemdaraddir eru teknar alvarlega og farið vandlega ofan í saumana á þeim, þá er varla von á góðu.
Að lokum. Þessir „fáeinu menn sem tala við sjálfan sig“, eins og ÞKRG orðar það svo yfirlætislega, eru rödd fólksins í landinu, og það hefur aldrei stýrt góðri lukku að smána þá rödd.”
Nánar í Mbl. 5. júní 2019
Hvað er eiginlega þetta ACER?
Hildur Sif Thorarensen:
„Við sem fylgjumst með umræðunni um orkupakkann höfum séð skammstöfuninni ACER ítrekað bregða fyrir og eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvað þetta þýðir. Skammstöfunin stendur fyrir Agency for the Cooperation of Energy Regulators og hefur nafnið verið íslenskað sem Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Ég ætla mér héðan í frá að tala um hana sem ACER.
ACER er þó ekki eina skammstöfunin sem getur hafa truflað þá sem fylgjast grannt með þessu mikla hitamáli,en auk hennar má nefna ESA sem stendur fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Til að flækja málin enn frekar, hefur töluvert verið þjarkað um hvor stofnunin það sé sem raunverulega hefur valdheimildir þegar kemur að EFTA-ríkjunum, í okkar tilfelli Íslandi, en réttasta svarið er að valdheimildunum sé deilt bróðurlega á milli stofnananna tveggja.
Nánar á vefsíðu Viljans 5. júní 2019
Icesave og orkupakkarnir – sami grauturinn í sömu skálinni
Guðbjörg S. jónsdóttir:
”Þetta svokallaða Ríkisútvarp þarf svo að miðla þessum hótunum frá ESB til okkar – nema hvað? Það hefur verið ein helsta málpípa ESB ásamt ESB-flokkunum hér á landi. Eigum við að guggna á að neita orkupökkunum vegna þess? Nei, segi ég, fjarri því. Fréttastofa Rúv er svo hlutdræg að það er tæpast marktækt sem þaðan kemur, a.m.k. hvað ESB varðar. Það er vitað mál enda dynur á okkur áróðurinn fyrir að samþykkja orkupakkana og selja auðlindirnar úr höndum okkar til Brussel, og hótanirnar frá hinum og þessum ESB-sinnum og kommissörunum á þeim bænum svo að mörgum ofbýður að útvarp í eigu þjóðarinnar skuli vera tekið undir slíkt og þar með orðið eins og sovéska ríkisútvarpið og aðrar álíka útvarpsstöðvar í kommúnistaríkjum eru. Fyrr má nú rota en dauðrota, segi ég nú bara.”
Nánar í Mbl. 4. júní 2019
Eru alþingismenn hættir að þora að taka ákvarðanir?
Níels Árni Lund:
”Ofangreint og fleira mætti nefna á ögurstund afgreiðslu þriðja orkupakkans. Það þarf ekki langreyndan mann í pólitík til að vita – vera þess fullviss – að margir þeir sem nú þurfa að greiða atkvæði geri það ekki samkvæmt samvisku sinni; en munið – hún á að ráða við atkvæðagreiðslur. Það sem virðist ráða er hræðsla við eitthvert vald – ganga gegn stórþjóðum af ótta við að þá taki þau í lurginn á okkur og skammi. Hvers konar hnjáskjálftatitringur er þetta eiginlega? Lítum til baka og sjáum á hverju okkar fullveldi hefur byggst – því að vera Íslendingur í orði og verki.”
Nánar í Mbl. þ. 3. júní 2019
Afgerandi meirihluti vill fresta orkupakkanum
Niðurstöður könnunar sem var gerð á læksíðu Orkunnar okkar á Facebook eru að 87% vilja fresta umræðum og og afgreiðslu orkupakka 3 til næsta hausts. 13% eru því andvígir.
Í könnuninni tóku þáttakendur afstöðu til eftirfarandi staðhæfingar: „Ég er sammála þeim sem hafa lagt til að fresta umræðum og afgreiðslu Alþingis á orkupakka 3 til næsta hausts.“ Hægt var að svara JÁ eða NEI.
Rúmlega 2.100 tóku þátt í könnuninni.. Samkvæmt niðurstöðunum er yfirgnæfandi meirihluti með frestun til næsta hausts eða rúmlega 1.800 sem eru 87% þátttakenda.
Það sem mælir með frestun er að almenningi og öðrum gefst þar með svigrúm og tækifæri til að kynna sér betur um hvað orkupakkamálið snýst, innihald orkupakka 3 og næstu pakka sem eru væntanlegir í kjölfar hans. Það er ljóst að kynning á tilgangi og afleiðingum orkulagabálks ESB í íslensk lög er verulega ábótavant.
Þeim, sem styðja frestunina og vilja freista þess að hafa áhrif á dagskrá þingsins, skal bent á að inni á Facebook er hægt að skora á forseta Alþingis um fresta orkupakkamálinu. Í áskoruninni segir meðal annars:
Við sem setjum like á þessa síðu skorum á forseta Alþingis, sem og formenn ríkisstjórnarflokkanna, að taka þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann af dagskrá þingsins og fresta afgreiðslu málsins fram á haust.
Smelltu á krækjuna til að komast inn á síðuna og líka við hana.