Icesave og orkupakkarnir – sami grauturinn í sömu skálinni

Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Guðbjörg S. jónsdóttir:
”Þetta svokallaða Ríkisútvarp þarf svo að miðla þessum hótunum frá ESB til okkar – nema hvað? Það hefur verið ein helsta málpípa ESB ásamt ESB-flokkunum hér á landi. Eigum við að guggna á að neita orkupökkunum vegna þess? Nei, segi ég, fjarri því. Fréttastofa Rúv er svo hlutdræg að það er tæpast marktækt sem þaðan kemur, a.m.k. hvað ESB varðar. Það er vitað mál enda dynur á okkur áróðurinn fyrir að samþykkja orkupakkana og selja auðlindirnar úr höndum okkar til Brussel, og hótanirnar frá hinum og þessum ESB-sinnum og kommissörunum á þeim bænum svo að mörgum ofbýður að útvarp í eigu þjóðarinnar skuli vera tekið undir slíkt og þar með orðið eins og sovéska ríkisútvarpið og aðrar álíka útvarpsstöðvar í kommúnistaríkjum eru. Fyrr má nú rota en dauðrota, segi ég nú bara.”

Nánar í Mbl. 4. júní 2019

Deila þessu: